Velkomin á heimasíðu Aglow á Íslandi


Desember - Jólafundir Aglow hópa.

Í desember er ilmur af jólum á fundum okkar innan Aglow. Á Akureyri og í Vestmannaeyjum er fundurinn opinn jafnt fyrir karla sem konur. Dagskráin er fjölbreytt, hugvekja og mikið lagt uppúr söng og veitingum. í Garðabæ og í Stykkishólmi koma konur saman og er dagskráin fjölbreytt, samsöngur, tónlistaratriði og ræðukona. Jólafundir eru fjölmennestu fundir ársins.

Aglow í Garðabæ - Miðvikudaginn 6. desember kl.20

Jólakvöld á aðventu við kertaljós og tónlist miðvikudagskvöldið 6. desember kl.20. í Skátaheimilinu við Bæjarbraut. Dagskrá kvöldsins verður innihaldsrík og gleðjandi. Sheila Fitzgerald, flytur Orð kvöldsins. Við syngjum saman uppáhalds jólalögin. Glæsilegt köku hlaðborð - Aðgangseyrir kr. 700 Þú ert innilega velkomin ásamt þeim sem þér þykir vænt um. Fyllum salinn af gleði og kærleika á aðventu.


Aglow Akureyri - Þriðjudaginn 12. desember kl. 20.00

Verður þriðjudaginn 12. desember kl.20.00 í safnaðarheimili Glerárkirkju. Sr. Hildur Eir Bolladóttir talar til okkar. Lofgjörð, Guðs orð, samvera og gleði. Allar konur velkomnar og tilvalið að taka manninn með því að karlar eru líka velkomnir. Aðgangur er ókeypis en tökum á móti frjálsum framlögum.Aglow í Vestmannaeyjum - Miðvikudaginn 13. desember kl.20.00

Aðventukvöld AGLOW við kertaljós og tónlist. Miðvikudaginn 13. desember kl.20.00 í Safnaðarheimili Landakirkju. Kvöldið verður hátíðlegt og fallegt, kirkjukór Landakirkju syngur. Ræðumaður Guðni Hjálmarsson, veglegt kökuhlaðborð. Við hlökkum til að hitta þig, eiga með þér eitt af yndislegustu kvöldum ársins. Guð blessi þig og fjölskyldu þína. Allir karlar og konur hjartanlega velkomin.


Til hamingju með bókina: Móðir, Missi, Máttur

Bókin Móðir, Missir, Máttur fjallar um sonar missi, sorgarferlið en líka um hvernig trúin á Guð er örugg hjálp og huggun á erfiðum stundum. Bókin er einlæg frásögn þeirra vinkvenna: Veru Bjarkar Einarsdóttur, Oddnýar Garðarsdóttur og Þórönnu M Sigurbersdóttur. Með bókinni höfum við náð þeim tilgangi að vinna úr tilfinningum okkar vegna missis barns. Hitt markmiðið, að miðla reynslu og ráðum til þeirra sem lent hafa í því að missa barn eða eiga eftir að lenda í því, næst vonandi með útkomu bókarinnar. Skálholtsútgáfan gefur bókina út.
Evrópu ráðstefna Aglow International Kraká í Póllandi 18. - 21. janúar 2018

Aglow International verður með ráðstefnu í Kraká, Póllandi í janúar nk. ráðstefnan er árlegur viðburður þar sem Leiðtogar á vegum Aglow í Evrópu koma saman. Ræðumaður er Asher Intrader frá Ísrael. Tónlistar fólk frá Bretlandi sér um lofgjörð og tónlist. Ráðstefnan er allt í senn, til fræðslu, uppbyggingar og til að efla leiðtoga og stjórnir innan Evrópu auk þess sem tengslanetið styrkist. Allar upplýsingar um ráðstefnuna er hægt að nálgast hjá Eddu Swan. (aglowint@simnet.is)

50 ára afmæli Aglow International - Grand Hótel 24. - 25. febrúar 2018

Aglow á Íslandi fagnar 50 ára afmæli hreyfingarinnar í febrúar 2018. Í tilefni af þessum merku tímamótum munum við koma saman á Grand Hótel. Dagskráin verður fjölbreytt og innihaldsrík. Gestur okkar verður Diane Fink frá Bandaríkjunum, hún er frábær fyrirlesari og kennari. Hún hefur skrifað kennsluefni og bækur fyrir Aglow hreyfinguna auk þess sem hún stýrir AIM Biblíuskólanum.

Mikil tónlist og lofgjörð,  saga okkar í tali og myndum. Ráðstefnan er opin fyrir alla þá sem hafa tekið þátt í aglowstarfinu og þá sem vilja kynna sér hreyfinguna. Nánari upplýsingar þegar nær dregur.

Eldri fréttir:


Námskeiðið Að Breyta  Leiknum - 10.- 11. nóvember
Aglow á Íslandi verður með námskeiðið Game Cahangers eða Að Breyta leiknum  dagana 10.-11. nóvember  nk. Dagskrá hefst Föstudagskvöld kl. 20 og Laugardag kl. 9.00- 17.00. Námskeiðið ver fram á ensku og verður kennslan sýnd á breiðtjaldi. Námskeiðsgjald er 3.500 kr. ( Námskeiðsgögn og léttar kaffiveitingar eru innifalin) Námskeiðið er haldið í húsnæði Skátaheimilisins við Bæjarbraut í Garðabæ.

Kennari er Graham Cooke.  Graham Cooke er mjög eftirsóttur spámaður, kennari og prédikari í guðsríki og hann hefur skrifað margar bækur. 

Jane Hansen Hoyt segir eftirfarandi um þessi námskeið: Hér er á ferðinni öflugt námskeið sem miðar að því að þroska fólk svo það fái staðið stöðugt í nærveru Guðs og stigið inn í rétta sjálfsmynd sína sem sigurvegarar.

Boðskapur námskeiðsins á rætur sínar í kennslu Páls í Nýja Testamentinu, sem hvatti fólk þess tíma til að lifa því lífi sem því var gefið eftir að það hafði tekið við fullnuðu verki Jesú Krists í lífi þess.  Í 2.Kor. 5,17 segir: hið liðna varð að engu, nýtt er orðið til. 

Uppgötvaðu hvernig þú ert þekkt/ur á himnum.  Þegar þú skilur að Guð lítur ekki á mistökin í lífi þínu, heldur á Krist sem lifir í hjarta þínu, öðlastu lausn undan þeim lygum sem reyna að koma í veg fyrir að þú framgangir í frelsi því sem fylgir því að lifa sem barn Konungsins.  Það var aldrei ætlun Guðs að þú lifðir á afgöngum eins og týndi sonurinn.  Guð vill að við lifum í samræmi við reynslu okkar í guðsríkinu.  Við bjóðum þér að koma í þetta ferðalag mikilla uppgötvana með okkur.

Dæmi um umfjöllunarefni námskeiðsins er:

1. Hvernig ertu þekkt/ur á himnum

2. Að grundvalla þinn innri sigurvegara

3. Hugarfar Krists

4. Að enduruppgötva lífið í ávexti Andans

5. Lögmál Andans í kristnu líferni.

Graham Cooke kynnir efnið  Leikbreytir 
Aglow á Íslandi - Pósthólf 8121 - 123 Reykjavík - Hafa samband

Kennitala: 711094-2539    Reikningsnúmer: 526-26-7110

FRAMUNDAN

Aðventukvöld Aglow hópa

Aglow í Garðabæ
Miðvikudaginn 6. des kl.20.00
Hugvekja:Sheila Fitzgerald
Jólalögin við kertaljós
Allar konur velkomnar í
Skátaheimilið v/ Bæjarbraut

Aðventukvöld Akureyri

Þriðjudaginn 12. des kl.20.00 Í safnaðar-heimili Glerárkirkju.
Hugvekja: Hildur Eir Bolladóttir
Konur og karlar innilega velkomin

Aglow í Stykkishólmi
Bæn og samfélag í húsnæði Setursins v/ Skólastíg kl.20
1 og 3ja miðvikudag hvers mánaðar

Aglow í Vestmannaeyjum

Miðvikudaginn 13. desember kl.20.00 í Safnaðarheimili Landakirkju.
Hugvekja: Guðni Hjálmarsson
Kór Landakirkju syngur
Konur og karlar innilega velkominTenglar

Á döfunni

Flettingar í dag: 214
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 550
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 589377
Samtals gestir: 105321
Tölur uppfærðar: 16.12.2017 14:31:35