Velkomin á heimasíðu Aglow á Íslandi

Aglow er Lifandi hreyfing, Alheimsnet okkar samanstendur af hundruðum
hópa sem í er fólk eins og þú og ég. Þetta fólk er ákveðið í aðhafa áhrif
með því að ná út til annarra með Fagnaðarerindið um Jesú Krist. 


Jervae Brooks, Executive Director of the International Field Office of Aglow International, shares about Aglow's presence around the world using the World Map at the Aglow International Headquarters.

Alþjóðleg Bænastund vegna forsetakosinga í USA
Mánudaginn 17. Október

Svo segir Drottinn: Á tíma náðarinnar bænheyri ég þig, og á degi hjálpræðisins hjálpa ég þér. Ég varðveiti þig og gjöri þig að sáttmála fyrir lýðinn, til þess að reisa við landið, til þess að úthluta erfðahlutum, sem komnir eru í auðn, til þess að segja hinum fjötruðu: Gangið út, og þeim sem í myrkrunum eru: Komið fram í dagsbirtuna. Jesaja 49: 8-9
Aglow í Bæn og Lofgjörð

Aglow í Garðabæ - Fimmtudaginn 13. Oktober kl. 20.00 í Skátaheimilinu

Aglow í Bæn og Lofgjörð er yfirskrift okkar. Bænin ryður verki andans braut, þegar við biðjum bregst himininn við. Bænin er mikilvægt afl sem heldur þjóðunum og jörðinni saman. Mikil lofgjörð, hefjum upp rödd okkur í lofsöng og bæn.

Við erum sannfærðar um að við stöndum á tímamótum sem varðmenn á múrum landsins, sem fyrirbiðjendur landinu til heilla og blessunar. Sameinumst í bæn fyrir: Landi og þjóð, Líkama Krists á Íslandi, heimilum og fjölskyldum, ungu kynslóðinni...

 Skátaheimilið:

Framkvæmdir standa ennþá yfir. Inngangur er við enda hússins sem snýr að Túnunum. Hægt verður að ganga upp stigann og koma inn í salinn svalarmegin. Einnig verður hægt að ganga inn gegnum salinn á neðri hæðinni. Kaffi/ TE og léttar veitingar

Sameinumst í BÆN og Lofgjörð á Aglow nk. Fimmtudagskvöld kl.20.00
Aglow á Íslandi - Pósthólf 8121 - 123 Reykjavík - Hafa samband

Kennitala: 711094-2539    Reikningsnúmer: 526-26-7110

Tenglar

Flettingar í dag: 105
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 95
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 523328
Samtals gestir: 94767
Tölur uppfærðar: 21.10.2016 23:19:17