Velkomin á heimasíðu Aglow á Íslandi


Aglow á Íslandi verður með námskeiðið

AÐ BREYTA LEIKNUM

Föstudagskvöldið 10. nóvember kl. 20:00
Laugardaginn 11. nóvember kl.09:00 til 17:00. 

Námskeiðið fer fram á ensku og verður kennslan sýnd á breiðtjaldi. 

Námskeiðsgjald er 3.500 kr. (Námskeiðsgögn og léttar kaffiveitingar eru innifalin.)

Hvar: Skátaheimilið ( Jötunheimar) við Bæjarbraut í Garðabæ

Allir eru innilega velkomnir.

.......

Námskeiðið Að Breyta  Leiknum

Kennari er Graham Cooke.  Graham Cooke er mjög eftirsóttur spámaður, kennari og prédikari í guðsríki og hann hefur skrifað margar bækur. 

Jane Hansen Hoyt segir eftirfarandi um þessi námskeið: Hér er á ferðinni öflugt námskeið sem miðar að því að þroska fólk svo það fái staðið stöðugt í nærveru Guðs og stigið inn í rétta sjálfsmynd sína sem sigurvegarar.

Boðskapur námskeiðsins á rætur sínar í kennslu Páls í Nýja Testamentinu, sem hvatti fólk þess tíma til að lifa því lífi sem því var gefið eftir að það hafði tekið við fullnuðu verki Jesú Krists í lífi þess.  Í 2.Kor. 5,17 segir: hið liðna varð að engu, nýtt er orðið til. 

Uppgötvaðu hvernig þú ert þekkt/ur á himnum.  Þegar þú skilur að Guð lítur ekki á mistökin í lífi þínu, heldur á Krist sem lifir í hjarta þínu, öðlastu lausn undan þeim lygum sem reyna að koma í veg fyrir að þú framgangir í frelsi því sem fylgir því að lifa sem barn Konungsins.  Það var aldrei ætlun Guðs að þú lifðir á afgöngum eins og týndi sonurinn.  Guð vill að við lifum í samræmi við reynslu okkar í guðsríkinu.  Við bjóðum þér að koma í þetta ferðalag mikilla uppgötvana með okkur.

Dæmi um umfjöllunarefni námskeiðsins er:

1. Hvernig ertu þekkt/ur á himnum

2. Að grundvalla þinn innri sigurvegara

3. Hugarfar Krists

4. Að enduruppgötva lífið í ávexti Andans

5. Lögmál Andans í kristnu líferni.

Graham Cooke kynnir efnið  LeikbreytirAglow International fagnar 50 ára afmæli 2017
Aglow á Íslandi fagnar 30 ára afmæli veturinn 2017 -2018Aglow í Garðabæ- Fimmtudaginn 12. október kl.20.00 - Skátaheimilið

Edda M. Svan og Agnes Eiríksdóttir fóru á Afmælisráðstefnuna í Richmond. 5000 manns tóku þátt í ráðstefnunni. Þær munu segja frá ráðstefnunni í máli og myndum. Þannig getum við sem heima sátum upplifað brot af stemmingunni og Orðinu sem gekk út. Allar konur innilega velkomnar í Skátaheimilið við Bæjarbraut. Ath. lyfta er í húsinu.

Aglow á Akureyri - Þriðjudaginn 17. oktober kl.20.00 - Glerárkirkja

Aglowkonur koma samaní safnaðarheimili Glerárkirkju og eiga góða stund saman. Jóhanna Sólrún Norðfjörð ætlar að tala til okkar Guðs orð. Anna G. Sigurðardóttir leiðir  í lofgjörð. Léttar veitingar. Komum , lofum Guð og eigum yndislegt samfélag með systrum okkar í Kristi. Aðgangur er ókeypis en tökum á móti frjálsum framlögum.

Finnið og sjáið að Drottinn er góður, sæll er sá maður sem leitar hælis hjá honum. (Sálmur 34:9)

Aglow í Stykkishólmi - Miðvikudaginn 20. september kl.20 - Setrið


 
Aglow á Íslandi - Pósthólf 8121 - 123 Reykjavík - Hafa samband

Kennitala: 711094-2539    Reikningsnúmer: 526-26-7110

FRAMUNDAN

Aglow fundur í Garðabæ
Á fimmtudag 9. nóv. kl.20.00
Oddný Garðarsdóttir og Agnes Eiríksdóttir gefa vitnisburð.
Guðrún ( Rúna) Erlings tekur lagið. Bæn og Lofgjörð
Allar konur velkomnar

Aglow fundur Akureyri

Þriðjudaginn 21. nóv. kl.20.00 Í safnaðarheimili Glerárkirkju.

Aglow í Stykkishólmi
Bæn og samfélag í húsnæði Setursins v/ Skólastíg kl.20 1 og 3ja miðvikudag hvers mánaðar

Aglow í Vestmannaeyjum

Miðvikudaginn 6. desember kl.20.00 í Safnaðarheimili Landakirkju.

Tenglar

Á döfunni

Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 40
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 586232
Samtals gestir: 104768
Tölur uppfærðar: 23.11.2017 05:51:35