Velkomin á heimasíðu Aglow á Íslandi


Aglow er Lifandi hreyfing, Alheimsnet okkar samanstendur af hundruðum
hópa sem í er fólk eins og þú og ég. Þetta fólk er ákveðið í aðhafa áhrif
með því að ná út til annarra með Fagnaðarerindið um JesúKrist.  Aglow á Akureyri - Þriðjudagskvöld 20. September kl.20.00

Aglowfundur 20.september kl. 20.00 í sal Hvítasunnukirkjunnar að Skarðshlíð 20. Ræðumaður kvöldsins verður Dögg Harðardóttir . Kaffiborðiðverður á sínum stað, tónlist og Guðs orð. Aðgangur ókeypis en þiggjum frjálsframlög Hlakka til að sjá þig.

Allar konur innilega velkomnar á Aglowfund í sal Hvítasunnukirkjunnar að Skarðshlíð 20.


Aglow kvöld í Mjódd Reykjavík - Fimmtudaginn 8. September kl. 20.00

Aglowkonur á höfuðborgarsvæðinu koma saman í kaffisal Hjálpræðishersins í Mjódd á fimmtudagskvöldið. Skátaheimilið í Garðabæ er upptekið vegna smíða framkvæmda. Okkur hlakkar til að hittast á nýjum stað í Mjóddinni. Lofum Guð sem aldrei fyrr, lyftum upp rödd okkar í lofgjörð ogtilbeiðslu, biðum saman. Orð Guðs til þín. Við ætlum að bjóða uppáVöfflukaffi. Allar konur innilega velkomnar.

Ath. Kaffisalur Hjálpræðishersins í Mjódd kl. 20.00. Best er að leggja við Íslandsbanka, inngangur við hliðina á Rauðakrossbúðinni.  

Aglow í Vestmannaeyjum - Miðvikudaginn 7. september kl. 20.00

Aglowkonur í Eyjum hefja vetrarstarfið í sal Landakirkju nk. miðvikudag. Við góðan gest, Séra Maríu Ágústdóttur húner héraðsprestur í Reykjavík með skrifstofu í Háteigskirkju. Þjónustasr. Maríu hefur verið á ýmsum sviðum innann kirkjunnar. Hún hefur td.verið í forsvari Alþjóðlegs bænadags kvenna um árabil. Guðrún Erlingsdóttir, kemur og leiðir lofgjörðina. Kaffi og veglegar veitingar á kaffiborðinu. Allar konur eru innilega velkomnar í Safnaðarheimili Landakirkju.
 


.........................................................................................................................................
                                     
Þóranna og Steingrímur - Fylgstu með Blogginu frá Kenya

Eru ekki ljón og fílar á Íslandi ?
Áframhaldandi vinna í skólanum og Steingrímur í eldhúsinu. Það er gaman að spjalla við kennara og starfsfólk. Fólk veit lítið um Ísland  og sumir vita ekki að það sé til. Skemmtilegar spurningrar eins og ;, Í alvöru eru ekki ljón og fílar á Íslandi" ? ;; Ef það er ekki myrkur á nóttunni, hvernig veit fólk hvenær það á að sofa ?"  En hér er nótt og dagur alltaf eins allt árið.... lestu bloggið

Biblíufélagið 200 ára afmæli


Á þessu nýbyrjaða ári 2015 eru liðin 200 ár frá stofnun elsta starfandi félags landsins. Hið íslenska Biblíufélag var stofnað 10. júlí árið 1815.

Það er umhugsunarvert að elstu starfandi félög landsins eru tengd Biblíunni og bókmenntunum, menningararfi okkar og uppsprettu hugmynda okkar um mann og heim. Biblían er margar bækur, skrifaðar á mismunandi tímum. Hún er alþjóðleg bók og á erindi við alla menn. Lesa meir

 

Vel heppnaður Kristsdagur að baki

Kristsdagur var haldinn 27. September sl. Fólk mætti í Hörpu, sumir til að taka þátt í dagskrá fyrir börnin í Silfurbergi og aðrir til að taka þátt í aðalsdagskránni sem var þrískipt. Frá kl. 10-12 og 14-16 var bænadagskrá en frá kl. 18-20 svokallaðir söngtónleikar með gospelívafi sem voru fjölmennastir með um 1400 manns. Við þökkum öllum sem komu og öllum sem lögðu á sig ómælda vinnu og erfiði til að gera þennan viðburð að veruleika. Dagurinn var í einu orði sagt frábær og voru einhugur, gleði og bjartsýni ráðandi. Tónlist og söngur var mjög fjölbreytt og endurspeglaði á góðan hátt það sem einkennir hina ýmsu hópa, samfélög og kirkjur í því efni.

Á samverunum ríkti andi einingar og friðar. Alls voru rúmlega um 70 manns sem leiddu bæn og las ritningartexta og var það fólk úr flest öllum kirkjum og kristnum trúfélögum og ýmsum hópum eða samtökum sem ekki eru skráð sem trúfélög. Allir fengu úthlutað sínu bænarefni og hver og einn orðaði sína bæn og bað frá eigin brjósti.  Markmiðið var að sameinast um Jesú Krist, upprisinn og krossfestan frelsara okkar og biðja saman fyrir landi og þjóð. Þetta markmið náðist og trúlega hafa aldrei jafnmargir og ólíkir hópar, samtök og kirkjur komið saman til bænar hér á landi. Lesa meir


5. Október - Biðjum Jerúsalem friðar - Alþjóðlegur Bænadagur

Sameinumst alheimsbænakór, þegar milljónir trúaðra um allan heim biðja Jerúsalem friðar. Dr. Jack Hayford og Dr. Robert Sterns veita þessum degi forstöðu. Á hverju ári er þessum degi fagnað fyrsta sunnudag í október í kirkjum og bænasamfélögum um allan heim. Á þessu ári gera þeir ráð fyrir að hundruðir milljóna í 175 löndum biðji fyrir Jerúsalem. Aglow er það mikið fagnaðarefni að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni. http://www.daytopray.com/


Sökum Síonar get ég ekki þagað og vegna Jerúsalem ekki verið hljóður fyrr en réttlæti hennar brýst fram eins og ljómi og hjálpræði hennar logar sem kyndill. Þjóðirnar munu sjá réttlæti þitt og allir konungar dýrð þína, þér verður gefið nýtt nafn sem munnur Drottins ákveður. Jes. 62,1

Ég setti varðmenn á múra þína, Jerúsalem,þeir mega aldrei þagna, hvorki dag né nótt. Þér, sem eigið að minna Drottin á, unnið yður engrar hvíldar og veitið honum enga ró fyrr en hann hefur endurreist Jerúsalem og gert hana vegsamlega á jörðinni. Jes. 62;6

Orð kvöldsins og Morgunbæn verði áfram á RÚV

Um 200 manns mættu við Útvarpshúsið í morgun, 22. ágúst kl. 7,30 í glampandi sól og logni. Fallegur hópur sem las upp Sálm 23 , Faðirvorið og fór með blessunarorðin. Síðan var hljóð bæn og að lokum var sungið, Í bljúgri bæn við gítarundirleik. Stundin var blessuð og áhrifarík. Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson stýrðu stundinni. Við upphaf athafnarinnar svifu tvö rauð hjörtu til himins sem tákn um það að bæn er frá hjarta til hjarta. Guðrún Ásmundsdóttir listamaður flutti hvatningu til útvarpsstjóra um að setja orð kvöldsins aftur inn á dagskrá útvarpsins. Þröstur dagskrárstjóri tók við ávarpinu ásamt bænabók frá Biskupsstofu og bænabók eftir Sigurbjörn Þorkelsson.

Einnig mætti Bænahópur við útvarpshúsið á Akureyri á sama tíma til bæna.


Umfjöllun á mbl.        og myndir frá stundinni við útvarpshúsið


Ungt fólk og AGLOW -  Þriðjudagskvöld 12. ágúst kl. 20.00

Við bjóðum þér að koma á kynningarkvöld  með Önnu Hammer, deildarstjóra Generations Project sem er starf með ungu fólki á vegum Aglow International. Anna mun segja okkur frá starfsemi  GP en ótrúlega spennandi hlutir eru að gerast á meðal ungs fólks víðsvegar um heiminn. Við ætlum að vera með Opið Hús í Skátaheimilinu við Bæjarbraut í Garðabæ, kl. 20.00 þriðjudagskvöldið 12. Ágúst nk.

Við hvetjum alla til að kíkja við og hlusta, horfa og spjalla um Generations Project  starfið sem fer sigurför um allan heim, starf fyrir ungt fólk á vegum Aglow International. Hér er linkur um;  Generations Project .  Allir innilega velkomnir / Aglow á ÍslandiFréttir frá Vestmannaeyjum - Ný stjórn

Á síðasta fundi 5. Febrúar sl. urðu stjórnarskipti. Landsstjórn Aglow : Edda Swan, Helena Leifsdóttir og Agnes Eiríksdóttir komu í heimsókn og blessuðu Unni fráfarandi formann, hún hefur verið í stjórn í 23 ár og formaður í rúman áratug. Unni voru gefnar gjafir og blóm fyrir frábæra þjónustu í Guðsríkinu. Oddný Garðarsdóttir tekur við sem formaður og Landsstjórnin blessaði hana til þjónustu. Sjá myndir

Landsstjórn gaf nýrri stjórn Aglow ritningarvers:

Statt upp, skín þú, því að ljós þitt kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir þér. Myrkur grúfir yfir jörðinni og sorti yfir þjóðunum sem Drottinn er runninn upp yfir þér og dýrð hans birtist yfir þér. Jes. 60: 1-2

                                                                         

                                           

Hallgerd Simonsen frá Færeyjum upplifði undur og tákn í Myanmar.

Hallgerd Simonsen - Er leiðtogi fyrir Ung Aglow hópinn ( New Generations) í Færeyjum auk þess situr hún í Landstjórninni. Hún  skellti sér með Aglow trúboðsteyminu (Transformation) til Myanmar, hét áður Búrma. Ferðin var mjög vel heppnuð í alla staði og starfaði Guð á undursamlegan hátt. Hópurinn heimsótti kirkjur og heimili þar sem sungið var og vitnað um kærleika Jesú og beðið fyrir fólki. ..lesa meirTaktu á móti nýju lífi

Guð skapaði þig. Hann elskar þig og hann hefur ákveðin tilgang með líf þitt.

Því að ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður segir Drottinn fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð. ( Jer. 29;11-)

Eins og góður faðir, vill Guð þér það besta. Hann vill að þú fáir að þekkja og reyna kærleika, gleði og frið og njótir fullkomins samfélags við hann. Hann vill fá að leiða þig svo að allt líf þitt hafi tilgang og markmið. Í kærleika sínum gaf hann þér frjálsan vilja, réttinn til að velja að fylgja honum eða hafna. Hann skapaði þig ekki sem leikbrúðu, heldur sem frjálsa virðingarverða mannveru. Taktu á móti öllu sem Guð vill gefa þér, hann vill umbreyta lífi þínu. Afhverju ekki að gera það núna? ...biðjum saman

Þeir sem treysta Drottni eru sem Síonarfjall, það bifast eigi, stendur að eilífu. Eins og fjöllin umlykja Jerúsalem umlykur Drottinn lýð sinn  héðan í frá og að eilífu. Sálmur 125,1

Guð er fullkominn öryggisvörður.

Vernda líf mitt því að ég er þér trúr. Þú ert Guð minn, hjálpa þjóni þínum sem treystir þér.  Sálmur 86:2-

Drottinn í daglegu lífi, í öllum kringumstæðum er Guð til staðar. Himininn er opinn yfir okkur og velvilji Hans yfir lífi okkar er  blessun og skjöldur.  Benný, formaður Aglow á Akureyri vitnar um yfirnáttúrulegt slökkvistarf í þvottahúsinu. Guð varðveitti bæði fjölskyldu mína og heimilið allt með því að slökkva eldinn, áður en nokkuð meira en þurrkarinn og þvotturinn sem í honum var, skemmdist...lesa meir

Mín upplifun.

Mánaðarlega koma konur saman á Aglow fundum út um allt land. Á Akureyri, Garðabæ, Hafnarfirði, Stykkishólmi og í Vestmannaeyjum. Auk þess koma bænahópar saman í heimahúsum til að biðja fyrir inn sendum bænarefnum og fyrir landi og þjóð. Innan Aglow er pláss fyrir allar konur óháð stöðu eða trúarskoðun. Aglow er kristin samtök, eitt stærsta tengslanet kristinna kvenna á Íslandi. Ritstjóri spurði  fáeinar konur , hvað er það við Aglow sem heillar þig? Svar þeirra og upplifun ...Lesa

Aglowkonur í lögguleik.

Heimakynningar eru vinsælar meðal kvenna jafnt hér á Íslandi og í Bandaríkjunum. Jaquie Hagler sem býr á Florida bauð Aglow vinkonum sínum á skartgripa kynningu heim til sín. Á einu augnabliki breyttist kynningin í dramatískt augnablik þegar hettuklæddur maður ruddist inn í húsið og hafði í hótunum við konurnar...lesa meir


10 vinsælustu biblíuversin árið 2012

Hvaða biblíuvers voru mest lesin á árinu 2012? Vefsíðan Bible Gatway birtir lista yfir 10 vinsælustu biblíuversin fyrir árið 2012. Við birtum þennan lista til gamans og satt best að segja getum við alveg verið sammála um að þessi vers eru líka í uppá haldi hjá okkur...LesaAglow á Íslandi - Pósthólf 8121 - 123 Reykjavík - Hafa samband

Kennitala: 711094-2539    Reikningsnúmer: 526-26-7110

Tenglar

Flettingar í dag: 930
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 141
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 518681
Samtals gestir: 93888
Tölur uppfærðar: 27.9.2016 17:28:34