Aglow á Akureyri


Aglow fundir
Fundir Aglow Akureyri eru þriðja mánudag hvers mánaðar kl. 20:00 í þjónustumiðstöðinni Víðilundi 22.  Þátttökugjald er 700 krónur. Allar konur hjartanlega velkomnar.
 
Bænastarf
Bænastundir eru á þriðjudögum, klukkan 20.00 hjá Lilju Aðalsteinsd. í Vestursíðu 32.

     


Fréttarbréf  -  mars 2013

Dóttir konungsins

Blessun Drottins færir velgengni.

Blessun Drottins, hún auðgar, og erfiði mannsins bætir engu við hana. Orðskv.10:22

Þegar Guð veitir mér blessun og ég læt hana ekki ganga áfram heldur held henni fyrir sjálfa mig, mun gleði blessunarinnar ekki endast lengi. Blessanir margfaldast þegar við látum þær ganga til annarra.

Þetta er guðlegt lögmál.

Sem barn heyrði ég mjög gott dæmi um þetta. Predikarinn talaði um stöðuvatn sem hafði ekkert útflæði. Vatnið streymdi inn úr mörgum áttum en komst hvergi út. Þetta stöðuvatn varð, á mjög stuttum tíma, illa lyktandi, líflaus pollur. Biblían segir að við séum fljót blessunar - færum fram blessanir hvert sem við förum. Á þann hátt getum við blessað aðra.

Höf. Lilla Gere,  þýð. J.B.H.

Um starfið.

Stjórnin
Stjórnin hittist einu sinni í mánuði til skrafs og ráðagerðar en auk þess á bænastundum á þriðjudagskvöldum. Stjórn Aglow skipa; 

 
J.Benný Hannesdóttir,
formaður
benny@internet.is
 
Lilja Aðalsteinsdóttir,
ritari.
liljahull@simnet.is

 
Þóra Ester Bragadóttir
gjaldkeri.
graenamyri8@simnet.is


Um bókaborðið sér Jóhanna Sólrún Norðfjörð. Þar má finna ótal bækur, geisladiska og gjafavörur á góðu verði.

Starfsstjórn - Aðstoðarkonur
Starfsstjórn Aglow skipar fjöldi kvenna. Hlutverk starfsstjórnar er að undirbúa salinn fyrir fundi, það er að skreyta borðin, leggja á borð, hella upp á könnuna og undirbúa hlaðborðið. Þá skiptast starfsstjórnarkonur á um að baka fyrir fundina og ganga frá á eftir. Ef þú vilt gefa kost á þér í starfsstjórnina sendu þá tölvupóst á benny@internet.is 

Kærleiksteymi

Anna Ingólfsdóttir - Skálateigi 7 - s:462-3929
Guðrún Eggertsd. - Holtateigi 3 - s:860-0545
Valgerður Hannesd. - Höfðahlíð 9 -s:467-1808 / gsm: 659-2016


20 ára afmæli Aglow á Akureyri

Tvær bækur Biblíunnar byrja á orðunum "í upphafi"; I.Mósebók: "Í upphafi skapaði Guð..." og Jóhannesarguðspjall: "Í upphafi var orðið...". Allir hlutir, allir viðburðir hafa upphaf.

Aglow á Akureyri var stofnað 23. apríl 1990. Fyrsti formaðurinn hét Janice Dennis og með henni í stjórninni voru fjórar valkyrjur. Engin þeirra vissi nákvæmlega hvað þær væru að fara út í en allar treystu þær Guði. Fyrsti Aglowfundurinn var haldinn 28. maí á Hótel Kea. Esther Jacobsen talaði, þátttökugjaldið var 500kr, þrjár kökutegundir á boðstólnum og 25 konur mættar.

Síðan hefur margt breyst. Í dag koma á bilinu 40-60 konur á Aglowfund í þjónustumiðstöðinni Víðilundi 22, þriðja mánudag í mánuði kl.20:00. Kaffiborðið okkar svignar undan kræsingum og þátttökugjaldið hefur hækkað um heilar 200kr.

Við erum eins og í boðhlaupi. Keflið hefur lagt af stað úr höndum þeirra sem stofnuðu Aglow á Akureyri og í hendur annara kvenna. Um tíma þarf að hlaupa saman, vera samstíga og halda saman í keflið, en síðan geta þær sem taka við lagt allt sitt í hlaupið. Um leið og við yljum okkur á minningunum og gleðjumst yfir því sem áorkast hefur, skulum við gera eins og Páll, "gleyma því sem að baki er en seilast eftir því sem framundan er og keppa þannig að markinu..." (Fil.3:14)

Fh. Aglow á Akureyri
Jóh. Benný Hannesdóttir, formaður

Aglow á Íslandi - Pósthólf 8121 - 123 Reykjavík - Hafa samband

Kennitala: 711094-2539    Reikningsnúmer: 526-26-7110

FRAMUNDAN

Aðventukvöld Aglow hópa

Aglow í Garðabæ
Miðvikudaginn 6. des kl.20.00
Hugvekja:Sheila Fitzgerald
Jólalögin við kertaljós
Allar konur velkomnar í
Skátaheimilið v/ Bæjarbraut

Aðventukvöld Akureyri

Þriðjudaginn 12. des kl.20.00 Í safnaðar-heimili Glerárkirkju.
Hugvekja: Hildur Eir Bolladóttir
Konur og karlar innilega velkomin

Aglow í Stykkishólmi
Bæn og samfélag í húsnæði Setursins v/ Skólastíg kl.20
1 og 3ja miðvikudag hvers mánaðar

Aglow í Vestmannaeyjum

Miðvikudaginn 13. desember kl.20.00 í Safnaðarheimili Landakirkju.
Hugvekja: Guðni Hjálmarsson
Kór Landakirkju syngur
Konur og karlar innilega velkominTenglar

Á döfunni

Flettingar í dag: 21
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 157
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 595805
Samtals gestir: 106363
Tölur uppfærðar: 24.1.2018 05:44:21