Pistlar - Greinasafn

Taktu á móti nýju lífi í dag!

Guð skapaði þig. Hann elskar þig og hann hefur ákveðin tilgang með líf þitt.
Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. ( Jóh. 3:16-)

Gegnum Jesú lagði Guð leið til að endurreisa samfélagið milli sín og mannsins. Jesús sagði; Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.

Þegar ÞÚ tekur á móti Jesú Kristi sem frelsara og Drottni þá öðlast þú eilíft líf.

Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis. ( Róm 10:9-)

Jesús þrengir sér ekki með valdi inn í líf fólks. Hann bíður þar til þú opnar dyr hjarta þíns af fúsum vilja og býður honum inn til að verða frelsari þinn. Af  hverju ekki að gera það núna? Annað hvort skalt þú biðja með eigin orðum eð nota þess bæn:

Kæri Drottinn, fyrirgefðu mér sérhverja synd í lífi mínu. Ég trúi að þú hafir dáið fyrir mig og ég þakka þér fyrir að þú hefur fyrirgefið mér syndir mínar. Ég býð þér á þessari stundu að koma inn í líf mitt og vera frelsari minn og Drottinn. Ég gef þér líf mitt. Hjálpaðu mér að vera guðsbarn, að fylgja þér og hlýða, ganga á guðsvegum. Gerðu úr mér þann mann, sem þú vilt að ég verði. Ég þakka þér fyrir að þú heyrir bæn mína. Í Jesú nafni, amen.

Ef þú hefur í einlægni beðið Jesú Krist að taka við stjórninni í lífi þínu, þá hefur hann gert það. Orð Guðs fullvissar okkur um það, að hann frelsar alltaf þá sem biðja hann þess. Friður Guðs og kærleiki fylli hjarta þitt í dag.Tíminn er kominn!

Það er orðið tímabært fyrir okkur að skuldbinda okkur til að taka til eignar það sem við eigum í Guði.

"Með guðlegum mætti sínum hefur Jesús Kristur gefið okkur allt sem þarf til lífs í guðrækilegri breytni, með þekkingunni á honum sem hefur kallað okkur með dýrð sinni og dáð." 2.Pét.1,3

Kvöld eitt í sumar bauð ég barnabarni mínu, Madison. að gista hjá mér.   Tony var ekki heima, þannig að þetta var stelpukvöld; við borðuðum pizzu, sungum söngva af "ipodinum" hlógum að fyndnum atvikum sem við horfðum á í sjónvarpinu og nutum þess mjög að vera saman.   Við áttum saman skemmtilegar samræður og þá minntist ég á nokkuð við hana sem ég hefi tekið eftir á hennar 14 ára löngu æfi.  "  Þú ert svo sjálfsörugg og hamingjusöm.  Þú virðist aldrei vera óörugg þegar þú hittir nýtt fólk eða þegar þú stendur frammi fyrir nýjum kringumstæðum."

Ég hélt áfram og sagði henni frá hversu feimin ég var þegar ég var á hennar aldri og alls ekki eins og hún.  Undrunin í augum hennar var jafn lýsandi og svar hennar: " Ó, ég vildi að ég væri af þinni kynslóð; ég hefði getað hjálpað þér!"  Þó hún væri svona ung, trúði hún því einlæglega að hún hefði getað hjálpað mér með það sem ég var að takast á við á hennar aldri.

Við höfum öll þurft að takast á við hluti í lífinu sem ef til vill héldu aftur af vexti okkar.  Við erum öll afsprengi brotins veraldlegs kerfis, sem hefur haft áhrif á líf okkar, trú og skilning  okkar á okkur sjálfum...   þetta hefur oft orðið að hugarfari sem  ómeðvitað hefur áhrif á viðbrögð okkar í lífinu.

Krossinn breytti öllu

Guð tók á synd okkar og þeim áhrifum sem hún hafði á líf okkar og nú einbeitir hann sér að réttlæti, ekki synd.  2.Kor.5,21 segir "Guð dæmdi Krist, sem þekkti ekki synd, sekan í okkar stað til þess að hann gerði okkur réttlát í guðs augum." 

Við erum endurleystur lýður, fólk sem hefur verið leyst undan því að lifa í skugga særinda og hugarfars fortíðarinnar; við höfum verið leyst til að lifa í frelsi réttlætingarinnar sem Jesús dó til að gefa okkur.  Það sem meira er, Guð hefur gefið okkur Hjálpara, í persónu Heilags Anda, sem vinnur að því að gera réttlæti að lífsstíl hjá okkur með því að gefa okkur kraft til að líkjast Kristi. 

Í ÖLLU felst tækifæri til að færa okkur upp á næsta stig sem við viljum lifa á og verða eins og Guð sér okkur!

Endurnýjun hugarfarsins.

Neitum að lifa í neikvæðni.

Neitum að láta holdið stjórna okkur.  Heilagur Andi er að endurforrita þig

Neitum að láta venjur holdsins stjórna hugsunum okkar og gjörðum.

Gefum frá okkur réttinn til að vera reið, sár og bitur, tilfinningar sem segja: þetta er óréttlátt.

Við erum að læra að lifa öðruvísi, með nýju hugarfari.
 

Hvers vegna skrifarðu ekki niður yfirlýsingu um sjálfa/n þig á meðan á þessu ferli endurnýjunar hugarfarsins stendur. Þetta er sú/sá sem ég er og svona mun ég koma fram.!

   Við viljum mæta Guði og reyna hann á allan þann hátt sem hægt er.

   Við viljum ganga inn í fyllingu, því við erum orðin leið á takmörkunum.

   Við viljum ganga inn í yfirflæði og hætta að lifa út frá fátæktarhugsunarhætti á öllum sviðum lífsins.

   Við viljum skilja okkur sjálf eins og hann gerir.

   Við viljum að vegferð okkar verði sú sem hann ætlaði okkur og verða það fólk sem Jesús skapaði okkur til að vera í honum.

   Það er orðið tímabært fyrir okkur að skuldbinda okkur til að taka til eignar það sem við eigum í Guði

 

Í kærleika hans
Jane Hansen Hoyt, forseti Aglow International

 
 
 
 
---------------------------------------
 
Árangursríkasta leiðin í átt til betra lífs

Á áramótum er hefð fyrir því að staldra við, horfa um öxl, fram á veginn og innávið. Þegar nýtt ár tekur við er samfélagslega viðurkennt athæfi skoða stöðu sína og stefnu í lífinu, meta árangur og plana úrbætur. Markaðsöfl og fjölmiðlar spila af krafti á þessa tilhneigingu. Í upphafi hvers árs er nánast sama hvert litið er, alls staðar blasa við gylliboð um farsælar lausnir við hverjum vanda. Hafir þú gleymt þér í kræsingum liðinna tíma og vigtin færst á slæman stað skal fjárfesta hið fyrsta í árskorti í líkamsrækt. Hafir þú auk þess lélegan sjálfsaga er um að gera að kaupa sér tíma hjá einkaþjálfara sem að getur þá bæði pískað þig áfram við æfingarnar og endurskipulagt mataræðið. Sért þú hins vegar svo óheppin að vera almennt villuráfandi og stefnulaus þá er málið að skrá sig í markþjálfun sem að er skipulögð aðferð við að setja sér markmið, uppgötva sína framtíðarsýn og efla löngun til að ná settum markmiðum. Hvert ár færir okkur ný, betri, skilvirkari, skemmtilegri og flottari viðbrögð við gamalkunnum löstum, vandamálum og göllum. Skilaboð auglýsinganna eru í sjálfu sér uppörvandi, óttist eigi þótt þér hafi tekist afleitlega við úrbætur á gamla árinu, sjáið hér er ný aðferð, ný leið sem tryggir þér betra líf um næstu áramót.

Í auglýsingaskothríð liðinna vikna hefur mér oft verið hugsað til Guðs föður, einkaþjálfara kristinna manna, föður allrar visku og kærleika. Hann segir, sjá ég er með ykkur alla daga, allt til enda veraldarinnar. Hið fullkomna fyrirheit, hin fullkomna von. Hann elskar okkur öll, eitt og sérhvert, og er tilbúinn að fylgja okkur alla leið, aðeins ef að við viljum. Trúnni fylgir bók bókanna, Biblían, hin fullkomna stefnuskrá fyrir líf sérhvers manns. Í henni er að finna skilgreiningu á markmiði Guðs með okkar lífi, sem að er hvorki meira né minna en hið góða, fagra og fullkomna. 

Fylgið ekki háttsemi þessa heims. Látið heldur umbreytast með hinu nýja hugarfari og lærið svo að skilja hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna. (Róm 12:2) 
 

Sama hver þú ert og hvað þú ert að glíma við. Á þessu nýja ári hvet ég þig til þess að taka á móti Guði sem leiðtoga lífsins og okkur sem teljum okkur hafa gert það, hvet ég til að opna huga og hjörtu enn meira fyrir ríki hans. Guð er frábær markþjálfi, sem við getum átt í persónulegu sambandi við, á hverjum degi, hverri stund. Tímabókanir eru óþarfar og hann skortir aldrei ráð. Þegar við bjóðum Guði að halda í hönd okkar, eyðum tíma í hans nærveru, leitum til hans og lesum bókina hans, breytist allt. 

Áður en ég gerði Guð að leiðtoga í mínu lífi naut ég út í ystu æsar helgi jólanna, hátíðleika þeirra, kærleika, vonar og gjafmildi. Reyndi að halda í þau sem lengst, vel vitandi að þau myndu ekki vara að eilífu og grár hversdagsleikinn lægi í leyni strax og þeim slyppi. Sama viðhorf gilti til áramótanna. Kvíði vegna ársskiftanna byrjaði yfirleitt að gera vart við sig þegar ég skrifaði á jólakortin "þökkum samveruna á árinu sem að senn er á enda". Þá byrjaði hugur minn að dvelja við það að nú væri kafli að lokast og nýr að taka við sem hugsanlega gæti reynst mér óhagstæður. 

Nú hefur viðhorf mitt til jóla og áramóta breyst. Ég upplifi ekki lengur tímamörk á því að njóta elsku Guðs og samfélags við hann, ég þarf ekki að ljúka því af á 13 dögum því mér standa árlega 365 jóladagar til boða. Kvíði vegna áramóta heyrir sögunni til því að nú upplifi ég áramót daglega, í því að náð Guðs er ný á hverjum degi.

Að gefa Guði eftir bílastjórasætið í lífi sínu er árangursríkasta leiðin í átt til betra lífs. Megi markþjálfun hans verða töfralausn okkar á þessu nýja ári.

Sameinum huga okkar í bæn Jaebesar, sem að fól Guði líf sitt í fullkomu trausti til hans. "Blessaðu mig. Auktu við land mitt. Hönd þín sé með mér og bægðu frá mér böli svo að ég þurfi ekki að líða kvalir." (1.Kron 4:10)

Guð blessi þig
Fríða Jóns.
 
 


.........................
 

Nýárskveðja frá formanni Aglow á Íslandi

 

  Kæra Aglow systir.

  Ég óska þér gleðilegs nýs árs og bið Guð að blessa þig á nýju ári.
 ,,Statt upp, skín þú, því að ljós þitt kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir þér. ( Jes. 60:1- )

 Árið 2012 er ár sem við höfum miklar væntingar til. Talan 12 er mjög táknræn tala sem merkir: guðlega    stjórnun, árangur og guðlegt skipulag.

Jesús segir við lærisveina sína í Matteusarguðspjalli 19:28 ,,Sannlega segi ég ykkur: Þegar Guð hefur endurnýjað allt og Mannsonurinn situr í dýrðarhásæti sínu munið þið, sem fylgið mér, einnig sitja í tólf hásætum og dæma tólf ættkvíslir Ísraels."

Ég trúi að Guð vilji minna okkur á þessi orð og einnig á að við erum ,,útvalin kynslóð, konunglegur prestdómur, heilög þjóð, eignarlýður hans sem er kallaður til að víðfrægja dáðir hans". Hann er vissulega að setja hlutina í réttar skorður og koma sínu guðlega skipulagi markvisst á um allan heim.

Þess vegna biðjum við "Komi þitt ríki verði þinn vilji svo á himni sem á jörðu". Guð er að kalla á sitt fólk til að endurspegla dýrð hans og kærleika hér á jörðu. Ég bíð spennt eftir að sjá hvað Guð mun framkvæma mitt á meðal okkar á þessu ári.

Í nóvember s.l. kom landstjórn Aglow á Íslandi saman til að leita Guðs fyrir árið 2012. Ég deili með þér kæra systir, þeirri yfirskrift og þeim orðum sem við upplifðum að Guð talaði til okkur fyrir árið 2012.

                                                               "Færið himininn til jarðarinnar"

Það er lúðrablástur í andanum sem hljómar eins og bergmál milli fjalla og endurvarpast frá fjöllum og niður í dali um allt land. Yfirskriftin fyrir nýtt ár er " Færið himininn til jarðarinnar" Boðið blessun til bæjarfélagsins, nágranna og fjölskyldna.

Þið (Aglow) eruð kallaðar til að vekja eftirvæntingu, gleði, færa nýja von, segja frá elsku og gæsku Guðs. Ást Guðs og umhyggja er vitnisburður ykkar. Hver fundur á að endurspegla; Gleði, eftirvæntingu, ferskleika frá hásæti himinsins. Horfið fram á veginn, allar dyr eru opnar.

Með Guðs blessun,
Edda Swan

 

-------

Stjórn Guðs er að hefjast!

Ég býð þig velkomna í árið 2012. ... nýtt ár sem er þegar byrjað að opinberast fyrir okkur! Tólf er merkileg tala sem er hlaðin merkingu. Þessi tala merkir stjórn, guðlegan árangur og fullkomna stjórnun!
Árið 2012 snýst um að stjórn Guðs birtist. Ef við viljum sjá stjórn guðs birtast á jörðinni, verðum við fyrst að leyfa henni að eiga sér stað í okkur, lýð hans, í meiri mæli.

Þar sem verk Guðs er í stöðugu samhengi, þá hófst þetta nýja ekki á miðnætti 31.desember.

Verk Guðs í okkur er samfellt og eilíft. Guð byggir stöðugt ofan á, línu ofan á línu, sannleik ofan á sannleik, reynslu ofan á reynslu. Við erum þess vegna ekki að hefja nýja vegferð árið 2012; við höldum áfram á þeirri braut sem hann hefur lagt fyrir okkur.

Við verðum að muna að upphafsstaða okkar er upprisan. Við risum upp með Kristi til nýs lífs. ÞAÐ var ný byrjun! Við byrjum út frá því hver Kristur er í okkur og fyrir okkur. Við erum lifandi fyrir honum og gagnvart öllu sem hann vill gera til að koma á stjórn hans og réttlæti í okkur. Hann er að hjálpa okkur að lifa og vera stöðug í okkar nýju ímynd.

Eftir því sem guð heldur áfram verki sínu íokkur á þessu ári, leyfum þá stjórn hans að vaxa á þessum sviðum:

° Tökum á móti gæsku Guðs daglega og gefum hana áfram. Þú getur ekki gefið eitthvað frá þér sem þú hefur ekki reynt sjálf fyrst. Þú skalt því vænta og taka við gæsku hans á hverjum degi og auðsýndu síðan einhverjum öðrum það svið stjórnar hans.

° Lifum án takmarkana. Sýnum takmarkalaust hjarta guðs gagnvart öllum.

° Verum agndofa yfir mikilleika guðs í stað þess að láta kringumstæðurnar draga úr okkur kjarkinn.

° Leyfum mikilleika Guðs að móta allt í lífi okkar.
Verum full eftirvæntingar og spennt yfir því sem guð mun gera. Gerðu ráð fyrir að yfirnáttúrulegt verk guðs opinberi sig í gegnum þig á hverjum degi! Verk hans í okkur er hluti af því að koma á fót stjórn hans á jörðinni.

Rómverjabrjéfið, 12: 2 - hvetur okkur til að hegða okkur ekki eftir öld þessari, heldur taka háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins.

Látum af gamla hugarfarinu og látum endurnýjað hugarfar koma í staðinn. / þýtt Agnes Eiríksdóttir

Jane Hansen Hoyt
forseti Aglow International

 

 

 

.........................................................

Þrautsegja og reynsla trúarinnar.

Oft erum við eins og María og Marta sem sögðu við Jesú að ef Hann hefði komið tímanlega hefði bróðir þeirra Lasarus ekki dáið. Viðbrögð Jesú voru þau að segja þeim að þeir atburðir sem gerðust, hefðu ekki snúist um Lasarus, ekki um veikindi og dauða. Jesús gekk svo langt að segja að aðalatriðið væri að dýrð Guðs opinberaðist. Þessi opinberun varð þeim mun dýrlegri þar sem aðstæður virtust komnar út fyrir alla hjálp.

Af hverju eru svo margir reyndir til hins ýtrasta?

Í grein sem David Wilkerson skrifaði sagði; Ég spurði Drottin af hverju svo margir sannir, trúaðir, gengu í gegnum svo erfið tímabil? Af hverju eru svo margir reyndir til hins ýtrasta? Þið sjáið að Guð veit að djöfullinn mun ganga laus á jörðinni á síðustu tímum orustunnar. Og Drottinn mun þurfa á vel þjálfuðum stríðsmönnum að halda er munu standa gegn öflum helvítis. Á þessari stundu er Hann að vinna í þeim sem eftir eru, það er að undirbúa þá undir átökin. " Og David heldur áfram: Það er vegna þess að svo margir kristnir hafa gefist upp í baráttunni. Þegar Guð finnur einhvern trúaðan sem hungrar eftir og þráir blessanir Hans, þá setur Guð hann í stríðið." Og David lýkur þessu og segir;" Þessir þjáðu og margreyndu heilögu menn og konur verða stjórnendur Hans í her síðustu tíma.

Guð þráir að kenna okkur þrautseigju.

Það er þegar við erum veik fyrir og vonlaus, að við erum viðkvæmust fyrir lygum óvinarins. Hann lýgur að okkur um okkur sjálf og hann lýgur að okkur um Guð, sérstaklega um persónuleika Guðs. Uppáhald óvinarins er að segja okkur að Guð skorti hæfni eða áhuga til að fylgjast með því sem við göngum í gegnum eða að breyta aðstæðum okkar. Hann lýgur til um það sem Guð vill vera okkur í erfiðum kringumstæðum og við finnum okkur sjálf oft í sporum Maríu og Mörtu og ásökum Guð fyrir að koma ekki nógu fljótt til að bjarga okkur frá kvöl og þjáningu. En hvergi er okkur sagt að trúin komi án þjáninga og erfiðleika. Páll hvetur okkur til að " berjast trúarinnar góðu baráttu og höndla eilífa lífið" (I.Tím. 6:12-) Barátta er dregið af gríska orðinu agonizomai, sem einnig er rótin af orðinu agonize og merkir bókstaflega" að keppa til vinnings, að beita öllum kröftum, að erfiða. Guð þráir að kenna okkur þrautseigju.

Treystu á fyrirheit Guðs

Hann segir okkur að rísa upp í trú mitt í erfiðleikunum, streitunni, erfiðum tímum og jafnvel dauða, og taka á fyrirheitunum í Orði Hans. Við eigum ekki að láta slá okkur út af laginu af kringum stæðum, efnahagnum, kvöldfréttunum, vinnu okkar, maka okkar eða heilsunni. Við eigum að hafa orð Drottins í hávegum, meira en orðspor manna eða lyga óvinarins. Francis Frangipane tekur sterkt til orða og segir: Þrautsegja er svo mikilvæg við mótun persónuleika okkar að Guð er jafnvel tilbúin að tefja bænasvar til að greiða fyrir mótun okkar. Tafir eru verkfæri til að fullkomna trú okkar. Kristur leitar eftir festu í trú okkar sem stendur þrátt fyrir tafir og mótlæti.

Guð gefur nýjan kraft og þrótt.

Mörg okkar eru eins og maraþonhlauparinn sem hefur hlaupið 20 til 25 kílómetra af 40 með ágætum og er að niðurlotum komin. Hver einasta taug í líkama hans segir honum að líkami hans geti ekki gert meira, hann geti ekki hlaupið lengra, hann verði að sjá af verðlaununum eða hrökkva upp af ella. Við eins og hlauparinn, höfum þjálfað okkur, við báðum, við trúðum, við gerðum allt sem við vissum um. En það lítur út fyrir að allt gangi á afturfótunum. Við erum jafnvel að niðurlotum komin í andlega stríðinu okkar og hver einasta taug veru okkar hrópar af kvöl um lausn. En það er einmitt á þessum stað að hlauparinn verður að muna eftir markmiðinu sínu, knýja á og þreyja þar til hann öðlast nýjan byr undir vængina.

Orustan á þessum stað er frekar andleg en líkamleg. Ef hann heldur þetta út, mun hann hlaupa til sigurs. Ég trúi því að margir í líkama Krists séu að niðurlotum komnir en við erum að fá nýjan byr undir vængina. Við höfum ekki náð markinu, en við hlaupum til sigurs. Steve Penny hefur sagt: " sá dagur er kominn, að við eignumst allt það sem Guð hefur lofað okkur" Eins og Páll postuli segir:

En eitt gjöri ég. Ég gleymi því, sem að baki er, en seilist eftir því sem framundan er, og ég keppi þannig að markinu, til verðlaunanna á himnum, sem Guð hefur kallað oss til fyrir Krist Jesú. ( Fil. 3:14-)

Fagnið því, þótt þér snú um skamma stund hafið orðið að hryggjast í margs konar raunum. Það er til þess að trúarstaðfesta yðar, langtum dýrmætari forgengilegt gull, sem þó stenst eldraunina, geti orðið yður til lofs og dýrðar og heiðurs við opinberun Jesú Krists. ( 1. Pét. 1: 6-7)

Baráttan hefur ekki verið um streitu, veikindi eða jafnvel dauða.

Hún er um JESÚ... um TRÚ

Jane Hansen Hoyt ,
forseti Aglow International / þýðing NN.Bæn lykillinn að vakningu.

Rauði þráðurinn í Guðs Orði er  að Guð vitjar - Guð kallar. Guð reisir upp, frelsar og leysir úr fjötrum og ánauð. Guð umvefur með miskunn sinni og náð. Guð fyrirgefur misgjörðir og syndir. Meira segja hendir hann öllum syndum okkar og mistökum í gleymskunnar haf.  Við lesum um þjóðir, þjóðarbrot, borgir og einstaklinga sem hafa snúið sér frá Guði,  afneitað honum og hafnað kærleika hans.

Um Íslenska þjóð er hægt að segja; Þú hin vesæla, hrakta, huggunarlausa, yfirgefin, harmþrungin. Þjóð á krossgötum, áttavillt og úrræðalaus. Þjóð sem hefur glatað samfélagi sínu og trúartrausti á Guð, glatað kvöldbænunum, biblíusögum og húslestrum, krikjusókn og guðsótta. Samt sem áður er útrétt hönd föðursins til þessarar þjóðar - Guð þráir að vitja okkar, koma með endurreisn og konunglegt skipulag sitt.

Bænaneyð fyrir fólki.
Charles G. Finney segir, er hann talar um vakningastarfsemi sína. Ég hafði haft fyrir venju að fara snemma á fætur og verja nokkrum tíma til bænar einn í kirkjunni. En síðar hvatti ég fleirri til að koma og biðja. Einn morguninn mætti ég mjög snemma til bæna. Á þeirri bænastund upplifði ég mjög merkilega nærveru heilags anda. Skyndilega ljómaði dýrð Guðs allt í kringum mig á undursamlegan hátt. Ég gat varla staðið í fæturna, nærvera Guðs var mjög áþreifanleg á þessu augnabliki skyldi ég frásögnina í Postulasögunni af Páli postula er hann mætti Jesú á leiðinni til Damaskus og hann féll til jarðar.
Mikill bænarandi einkenndi þennan tíma og neyð fyrir ófrelsuðum. Ungt fólk kom saman til bæna og stundum var beðið heilu næturnar fyrir vakningu fyrir landi og þjóð. Það var mjög algengt að verða þess var að hvar sem kristið fólk kom saman, vildu menn og konur krjúpa á kné og biðja í stað þess að hefja samræður.

Guð vitjar - Guð kallar.


Og lýður minn, sá er við mig er kenndur, auðmýkir sig, og þeir biðja og leita auglitis míns og snúa sér frá sínum vondu vegum, þá vil ég heyra þá frá himnum, fyrirgefa þeim syndir þeirra og græða upp land þeirra.  / 2. kron 7;14-

Bænin er mikilvægur og nauðsynlegur hlekkur , bænin ryður verki andans braut, bænin er undanfari vakningar eins og sjálfur sannleikurinn er. Bæn - grundvölluð á Orði Guðs, er eina vopnið sem við getum notað í dag til að ná til hins ósýnilega óvinar.


Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins. Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum. því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt.
Standið því gyrtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju réttlætisins og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins. umfram allt skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda.
Takið við hjálmi hjálpræðisins og sverði andans, sem er Guðs orð.
Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda. Verið því árvakrir og staðfastir í bæn fyrir öllum heilögum Ef. 6: 10-18


Guð er almáttugur Guð.
Þegar við treystum á skipulag - öðlumst við það sem skipulag getur gert.
Þegar við treystum á menntun og uppfræðslu - fáum við það sem menntun og fræðsla getur gert
Þegar við treystum á mann - fáum við það sem maður getur gert
Þegar við treystum á BÆN til Guðs - hljótum við það sem Guð getur gertSamantekt Helena Leifsdóttir
Tilvitnun í; Evan Roberts, A.C.Dixon og Charles G. Finney


_________________________________________________
_
Hjálpræði - gjöf Guðs


Heldur þú að Guð beri ekki umhyggju fyrir þér sem konu? Heldurðu að honum sé sama um áhyggjur þínar, vonir þína og drauma? Að honum sé í rauninni sama hvað verður um þig? Fyrir löngu síðan, bjó kona í öðru landi, sem var kannski svolítið lík þér. Saga hennar er sögð í Biblíunni, og hljómar svona.

Ritningin: Jóhannesarguðspjall 4:4 - 19, 28 - 30, 39 - 42.

Hann [Jesús] varð að fara um Samaríu. Nú kemur hann til borgar í Samaríu, er Síkar heitir ... Þar var Jakobsbrunnur. Jesús var vegmóður og settist hann þarna við brunninn. Þetta var um hádegisbil. Samversk kona kemur að sækja vatn. Jesús segir við hana: "Gef mér að drekka." ... Þá segir samverska konan við hann: "Hverju sætir, að þú, sem ert Gyðingur, biður mig um að drekka, samverska konu?" (En Gyðingar hafa ekki samneyti við Samverja.)

Jesús svaraði henni: "Ef þú þekktir gjöf Guðs og vissir, hver sá er, sem segir við þig: ,Gef mér að drekka,' þá mundir þú biðja hann, og hann gæfi þér lifandi vatn ... Hvern sem drekkur af þessu vatni mun aftur þyrsta, en hvern sem drekkur af vatninu, er ég gef honum, mun aldrei þyrsta að eilífu. Því vatnið sem ég gef honum, verður í honum að lind, sem streymir fram til eilífs lífs.

Þá segir konan við hann: "Herra, gef mér þetta vatn, svo mig þyrsti ekki og ég þurfi ekki að fara hingað og ausa." Hann segir við hana: "Farðu, kallaðu á manninn þinn, og komdu hingað." Konan svaraði: "Ég á engan mann." Jesús segir við hana: "Rétt er það, að þú eigir engan mann, því þú hefur átt fimm menn, og sá sem þú átt nú, er ekki þinn maður. Þetta sagðir þú satt." Konan segir við hann: "Herra, nú sé ég, að þú ert spámaður ... Nú skildi konan eftir skjólu sína, fór inn í borgina og sagði við menn: "Komið og sjáið mann, er sagði mér allt er ég hef gjört. Skyldi hann vera kristur?" Þeir fóru úr borginni og komu til hans ...
Margir Samverjar úr þessari borg trúðu á hann vegna orða konunar, sem vitnaði um það, að hann hefði sagt henni allt, sem hún hafði gjört. Þegar því samverjarnir komu til hans, báðu þeir hann að staldra við hjá sér. Var hann þar um kyrrt í nokkra daga. Og miklu fleiri tóku trú, þegar þeir heyrðu hann sjálfan. Þeir sögðu við konuna: "Það er ekki lengur sakir orða þinna, að vér trúum, því að vér höfum sjálfir heyrt hann og vitum, að hann er sannarlega frelsari heimsins.

Bakgrunnur sögunnar
Reynum að sjá þetta fyrir okkur. Þetta er um hádegi á heitum degi. Á meðan lærisveinar hans fóru í næsta þorp til að kaupa mat, sest Jesús niður við brunn. Kona kemur til að ná í vatn í brunninn á þessum heitasta tíma dagsins. Hún kemur á þessum tíma því hún er ekki velkomin að brunninum á sama tíma og heiðvirðar konur eru þar
.

Jesús biður konuna um 
vatn.  Konan er hissa á því að Jesús skuli tala við hana. Heiðvirðir Gyðingar töluðu yfirleitt ekki við samverskar konur eða konur sem voru ekki skildar þeim.  Jesús svaraði spurningu konunar: "Ef þú þekktir gjöf Guðs og vissir, hver sá er, sem segir við þig: ,Gef mér að drekka,' þá mundir þú biðja hann, og hann gæfi þér lifandi vatn ... Hvern sem drekkur af þessu vatni mun aftur þyrsta, en hvern sem drekkur af vatninu, er ég gef honum, mun aldrei þyrsta að eilífu. Því vatnið sem ég gef honum, verður í honum að lind, sem streymir fram til eilífs lífs.


Gjöf Guðs
Kannski ert þú eins og þessi kona. Þú hefur heyrt um Guð, en þú veist ekki hvaða gjöf þetta er sem Guð gefur. Veistu hver Jesús er? Og hvers konar vatn er þetta lifandi vatn sem Jesús talar um? Til að finna svörin við þessum spurningum þurfum við að skoða nokkur vers í Biblíunni
.

Ritningin: Rómverjabréfið 6:23
"Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum."


Ritningin: Jóhannesarguðjall 1:47 - 49 og Matteusarguðspjall 16:13 - 16
"Jesús sá Natanael koma til sín og sagði við hann: "Hér er sannur Ísraelsíti, sem engin svik eru í." Natanael spyr: "Hvaðan þekkir þú mig?" Jesús svarar: "Ég sá þig undir fíkjutrénu, áður en Filippus kallaði á þig." Þá segir Natanael: "Rabbí, þú ert sonur Guðs, þú ert konungur Ísraels.""
Þegar Jesús kom í byggðir Sesareu Filippí, spurði hann lærisveina sína: Hvern segja menn Mannssonin vera?" Þeir svöruðu: "Sumir Jóhannes skírara, aðrir Elía og enn aðrir Jeremía eða einn af spámönnunum." En hvern segið þið mig vera?" Símon Pétur svarar: "Þú ert Kristur, sonur hins Lifanda Guðs.""


Hið lifandi vatn
Skoðum núna þetta lifandi vatn sem Jesús talaði um
.
Ritningin: Jóhannesarguðspjall 7:37 - 39
"Síðasta daginn, hátíðardaginn mikla, stóð Jesús þar og kallaði: Ef nokkurn þyrstir, þá komi hann til mín og drekki. Sá sem trúir á mig, - frá hjarta hans munu renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segir. Þarna átti hann við andann, er þeir skyldu hljóta, sem á hann trúa. Því enn var andinn ekki gefinn, þar eð Jesús var ekki enn dýrlegur orðin."


Hið lifandi vatn er JESÚS.  Við tökum á móti Heilögum anda með því að koma til Jesú.

Ef við skoðum aftur söguna um Jesú og Samversku konuna, þá sjáum við að Jesús segir henni að Hans vatn sé öðruvísi. Ef einhver drekkur af vatni Hans, mun hann aldrei þyrsta aftur. Þarna hefur konan áttað sig á því að Jesús er engin venjulegur maður, og Jesús játar fyrir henni að hann sé Messías .

Hvað gerist þegar einhver kemst til trúar á Jesú? Svarið við því er einnig að finna í öðrum ritningastöðum.


Að fæðast af Heilögum anda
Þegar við fæðumst í þennann heim, fæðumst við líkamlega. Þegar við endurfæðumst, fæðumst við af Heilögum anda, þ.e.a.s. andi okkar sem var dáinn öðlast nýtt líf. Eins og þú manst sagði Jesús við Samversku konuna að Guð væri að leita að fólki sem myndi tilbiðja hann í anda og sannleika. Við tilbiðjum Guð í sannleika með tilfinningum okkar og hugsunum. Jesús sagði Nikódemusi hold fæddi af sér hold, en að Andinn (Heilagur andi) fæddi af sér andann. Þar sem Guð er andi en ekki líkamleg vera eins og við, verðum við að fæðast af andanum til að geta tilbeðið Guð í Anda.

Ritningin: Rómverjabréfið 10:9
Í einu af bréfum sínum talar Páll postuli um það að frelsast á þennann hátt:
"Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn - og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpin verða."


Allir hafa syndgað
Kannski heldurðu að þú þurfir ekki að frelsast - þar sem þú hafir nú aldrei gert neitt verulega slæmt af þér. Kannski ertu þeirrar skoðunar að þeir sem þurfi að frelsast sé fólk sem er verulega slæmt.
Athugum hvað Biblían segir um þetta.
Ritningin: Rómverjabréfið 3:23
"Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð."


Hins vegar er mögulegt að þú gerir þér góða grein fyrir syndum þínum, vitir að þú hafir gert margt rangt, og sért sannfærð(ur) um að Guð gæti aldrei elskað eða fyrirgefið einhverjum sem er jafn vondur og þú.

Ritningin: Jóhannesarguðspjall 3:16 -17, 2. Pétursbréf 3:9
"Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetin, til að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur til að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann."
"[Drottinn] er . langlyndur við yður, þar eð hann vill ekki að neinn glatist, heldur að allir komist til iðrunar."


Skipti Guðs
Í augum Guðs, hvort sem við sjáum okkur sjálf sem "góð" eða "slæm", erum við öll syndarar - þangað til við komum til Jesú. Þar sem Guð getur ekki lifað með synd og vegna þess að syndinni verður að refsa, sendi hann sinn eigin son, Jesú Krist, til að taka á sig refsinguna sem við áttum að fá. Þetta eru yndislegustu skipti sem hafa nokkurn tímann verið gerð, Jesús gaf líf sitt sem refsingu fyrir syndir okkar allra. Þegar við trúum þessu í einlægni hjartans og gefum Jesú okkar synduga líf, fyrirgefur Guð okkur og gefur okkur sinn Heilaga anda til að búa í okkur og kenna okkur vegu sína.

Getur þú trúað því að Guð elski þig hver sem þú ert og hvað sem þú hefur gert? Að hann vilji frelsa þig, verða hluti af lífi þínu, og gefa þér sinn dýrðlega Heilaga anda til að búa í þér?

Ef þú svara þessu játandi, en hefur aldrei beðið Jesú að verða frelsari þinn og herra, viltu þá ekki gera það núna? Ekki hlusta á tilfinningarnar eða efasemdirnar í huga þínum - þetta er ákvörðun sem þú tekur með vilja þínum.

Ef þú vilt - taktu þá þetta einfalda trúarskref, Heilagur andi mun sjá um restina.

Biddu þessarar bænar

Elsku Drottinn Guð,

Ég bið þig að fyrirgefa mér allar syndir mínar. Ég trúi því að þú sér Sonur Guðs, og að þegar þú dóst á krossinum, þá dóstu fyrir allar mínar syndir.
Ég trúi því líka að Guð hafi reist þig frá dauðum, og að þú sért á Himnum með honum í dag.
Þakka þér fyrir að frelsa mig.
Amen.

Ef þú hefur farið með þessa bæn, og trúir í hjarta þínu, þá ertu endurfædd(ur) og Heilagur andi Guðs býr í þér. Manstu hvernig Samverska konan sagði öllum frá Jesú, það skalt þú líka gera. Ef þú hefur ekki verið skírð(ur) geturðu fengið skírn í kirkju í nágrenni við þig. Farðu að stunda kirkju og eyddu tíma með kristnum systrum og bræðrum. Hættu að gera þá hluti í lífi þínu sem þú veist að eru ekki þóknanlegir Guði og leifðu Heilögum anda að leiða þig og þiggðu ráð hjá forstöðumanni/presti þinnar kirkju.


Aglow.org
Copyright © Aglow International 2005
Aglow í Garðabæ
Ísl. þýðing: Ásthildur Lóa Þórsdóttir

_____________________________________________________
Frelsi frá áhyggjum og kvíða


"Verið ekki hugsjúkir um neitt" (Fil. 4:6) Hvað veldur þér áhyggjum? Peningar? Slæm heilsa? Að eldast? Að móðga einhvern? Framtíðin? Við höfum öll áhyggjur, og öll förum við gegnum kvíðatímabil, jafnvel ótta. En það er fátt mannlegt jafn skaðlegt fyrir líf okkar eins og áhyggjur, ótti, og kvíði. Áhyggjur hindra okkur í að lifa því lífi sem Jesús lofaði okkur. Þær fylla okkur af streitu og stressi og hindra okkur í að njóta lífsins. Þær geta meira að segja valdið sjúkdómum.

Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. fil. 4;20-

Förum til baka í árdaga sögunnar. Það er snemma kvölds, og við erum stödd í fallegasta garði sem nokkurn tíman hefur verið til á jörðinni. Rödd, ólík öllum öðrum kallar, "Adam, Eva, hvar eruð þið?" Skammt frá er ungt par, klædd e.k. fíkjublöðum, í felum innan um runnana. Þau eiga erfitt með andardrátt. Sviti lekur niður andlit þeirra og niður á bak og brjóst. Líkamar þeirra engjast af áhyggjum og ótta. Loksins átta þau sig á því óumflýjanlega, það er þýðingarlaust að fela sig fyrir alsjáandi auga Guðs, og ungi maðurinn rís hægt á fætur. Rödd hans heyrist varla og hann starir á jörðina, ófær um að horfast í augu við skapara sinn.

"Ég heyrði til þín í aldingarðinum og varð hræddur, af því ég er nakinn og ég faldi mig." En [Drottinn] mælti: "Hver hefir sagt þér, að þú værir nakinn? Hefir þú etið af trénu, sem ég bannaði þér að eta af?" Þá svaraði maðurinn: "Konan, sem þú gafst mér til sambúðar, hún gaf mér af trénu og ég át." Þá sagði Drottinn Guð við konuna: "Hvað hefir þú gjört?" Og konan svaraði: "Höggormurinn tældi mig svo ég át." (1. Mós. 3:9-13)

Við þekkjum öll þessa sögu. Ótti og skelfing greip Adam og Evu og þau létu stjórnast af því sem og öðrum tilfinningum sem koma með ótta og skelfingu. Þau lugu að Guði og þau kenndi hvort öðru um. Refsing þeirra var að vera rekinn úr garðinum og bæði þau og afkomendur þeirra hafa verið upp frá þessu, aðskilin frá Guði. Þau voru dæmd til lífs sem einkenndist af erfiðisvinnu og sársauka, og áhyggjur og kvíði urðu hluti af lífi þeirra.

Við þurfum ekki að lesa lengi í Biblíunni til að sjá afleiðingarnar sem áhyggjur hafa í lífi fólksins sem fjallað er um þar. Við sjáum Móse flýja frá Egyptunum út í eyði¬mörk¬ina þar sem hann var í útlegð í 40 ár. Við lesum um Pétur sem var svo fullur af ótta að hann laug um það að þekkja Jesú. Í Sálmi 139:23 biður Davíð: "Prófa mig Guð og þekktu hjarta mitt, rannsaka mig og þekktu (kvíðafullar) hugsanir mínar" (Á ensku er versið svona: "Search me, O God, and know my heart; test me and know my anxious thoughts" )

Já, við erum öll eins og Davíð, kvíðafullar hugsanir þjaka okkur öll, þó í mismunandi mæli sé. Vegna þess sem Adam og Eva gerðu í garðinum hafa ótti og kvíði orðið "eðlilegur" hluti af manninum. En hvernig getum við þá brugðist við boðorði Biblíunnar um að hafa ekki áhyggjur að neinu? Þetta felur í sér að lifa yfirnáttúrulegu lífi. Hvernig við getum gert það er umfjöllunarefni þessarar kennslu.

Við skulum byrja á að skoða hvað það er sem veldur áhyggjum. Ég tel að ástæður þess að við höfum áhyggjur séu tvíþættar, við verðum áhyggjufull þegar forgangsröð okkar er ekki í takti við forgangsröð Guðs og þegar við setjum ekki traust okkar á Hann og/eða trúum ekki á fyrirheit Hans.
Þetta hljómar kannski sem barnaleg einföldun, en ef þið fylgið mér aðeins eftir held ég að þið komist að sömu niðurstöðu.

Forgangsröð Guðs

Ef við erum alveg hreinskilin þá verður við að viðurkenna að forgangsröð Guðs er oft mjög ólík þeirri forgangsröð sem við höfum. Svo lengi sem við erum "ósammála" Guði þá erum við í raun dæmd til að hafa áhyggjur. Það sem okkur finnst mikilvægt og sækjumst eftir, segir Guð að sé lítilvægt. Við segjum að Guð sé ekki að mæta þörfum okkar en Guð segir að við séum að rugla saman löngunum okkar og þörfum. Hvaða lausn býður Biblían?

Jesús sagði verið ekki áhyggjufullir ...

"Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka, né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast...Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim? Og hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn? ... Þér trúlitlir! ... [verið] ...ekki áhyggjufullir... yðar himneski faðir veit að þér þarfnist alls þessa (fæði og klæði). En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta (fæði, klæði o.fl.) veitast yður að auki."
Matteus 6:25-27, 30-33


1. Hver eru skilaboð Jesú til hlustenda sinna ?
2. Af hverju eru áhyggjur tilgangslausar ?
3. Hvaða fullvissu gefur Jesú hlustendum sínum ?
4. Hvað ætti að vera efst í forgangsröð okkar ?

Fræðslan "Frelsi frá áhyggjum og kvíða" er hluti af kennsluefni sem Aglow Island mun birta hér á heimasíðunni.

Aglow.org
© 2000 by JoAnne Sekowsky
Aglow í Garðabæ
Ísl. þýðing: Ásthildur Lóa Þórsdóttir

 

 

 

 

 

 

 

Aglow á Íslandi - Pósthólf 8121 - 123 Reykjavík - Hafa samband

Kennitala: 711094-2539    Reikningsnúmer: 526-26-7110

FRAMUNDAN

Aðventukvöld Aglow hópa

Aglow í Garðabæ
Miðvikudaginn 6. des kl.20.00
Hugvekja:Sheila Fitzgerald
Jólalögin við kertaljós
Allar konur velkomnar í
Skátaheimilið v/ Bæjarbraut

Aðventukvöld Akureyri

Þriðjudaginn 12. des kl.20.00 Í safnaðar-heimili Glerárkirkju.
Hugvekja: Hildur Eir Bolladóttir
Konur og karlar innilega velkomin

Aglow í Stykkishólmi
Bæn og samfélag í húsnæði Setursins v/ Skólastíg kl.20
1 og 3ja miðvikudag hvers mánaðar

Aglow í Vestmannaeyjum

Miðvikudaginn 13. desember kl.20.00 í Safnaðarheimili Landakirkju.
Hugvekja: Guðni Hjálmarsson
Kór Landakirkju syngur
Konur og karlar innilega velkominTenglar

Á döfunni

Flettingar í dag: 214
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 550
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 589377
Samtals gestir: 105321
Tölur uppfærðar: 16.12.2017 14:31:35