Bloggið

Bloggið er nýr vettvangur á heimasíðu okkar. Við ætlum að segja frá þvi sem við höfum séð og heyrt, upplifað og deila með ykkur pælingum okkar. Ýmsar konur koma til með að skrifa stutt blogg.

Hallgerd Simonsen frá Færeyjum upplifði undur og tákn í Myanmar.

Hallgerd Simonsen - Er leiðtogi fyrir Ung Aglow hópinn ( New Generations) auk þess situr hún í Landstjórn Aglow í Færeyjum. Skellti sér með Aglow trúboðsteyminu (Transformation) til Myanmar, hét áður Búrma. Ferðin var mjög vel heppnuð í alla staði og starfaði Guð á undursamlegan hátt. Hópurinn heimsótti kirkjur og heimili þar sem sungið var og vitnað um kærleika Jesú og beðið fyrir fólki. Guðs andi snerti við fólki og var stórkostlegt að sjá blinda fá sjón sína aftur, þeir sem höfðu enga heyrn fengu heyrn og málleysingjar fengu málið á ný. Fætur lengdust þannig að stoðkerfið og líkamsbygging varð aftur heil, Guð var svo sannarlega að verki, honum er ekkert um megn.

Eitt kvöldið þegar Hallgerd var stödd í afgreiðslu hótelsins að reyna að ná sambandi heim gegnum Internetið brá henni heldur betur í brún. Henni er litið niður á gólfið og sér þá risa stóra svartleita pöddu skríða undan stólnum. Hún kallar strax á afgreiðslukonuna sem kom hlaupandi og fjarlægði kvikindið. Óboðni gesturinn reyndist vera sporðdreki sem er auðvitað baneytruð padda. Hallgerd lét sér hvergi bregða enda var hún fullviss um það að orð Jesú í Lúkasi 10:19 eiga við í dag eins og fyrir 2000 árum síðan.

Jesús sagði: Ég hef gefið yður vald að stíga á höggorma og sporðdreka og yfir öllu óvinarins veldi. Alls ekkert mun yður mein gjöra. Lúk. 10:19-Guð er fullkominn öryggisvörður.

Vernda líf mitt því að ég er þér trúr. Þú ert Guð minn, hjálpa þjóni þínum sem treystir þér.
Sálmur 86:2-

Að treysta Guði í öllum kringumstæðum -Föstudaginn, 5.apríl síðastliðinn, tók ég þvott úr þvottavélinni og færði yfir í þurrkarann eins og ég hef gert svo marg oft áður. Stuttu seinna fór ég í vinnuna en heima voru þrír af fjórum drengjum mínum. Að vinnudegi loknum ætlaði ég að halda áfram með þvottinn en fann svona líka hræðilega lykt í þvottahúsinu. Eftir að hafa hnusað út í loftið, eins og hundur, til að komast að því hvaðan þessi lykt kom en án árangurs lét ég þetta kyrrt liggja. Þegar maðurinn minn átti, seinna um kvöldið, leið inn í þvottahús, minntist ég á lyktina við hann og nú voru hundarnir orðnir tveir að leita að sökudólgnum.

Máltækið segir,: "betur sjá augu en auga", líklega á það við um nef líka en þá myndi það hljóma: "betur finna nef en nef".

Niðurstaðan: það hafði kviknað í þurrkaranum - hann ónýtur - en Guð varðveitti  bæði fjölskyldu mína og heimilið allt með því að slökkva eldinn áður en nokkuð meira en þurrkarinn og þvotturinn sem í honum var, skemmdist.

Dýrðin er hans.
BennýAglowkonur í lögguleik.

Heimakynningar eru vinsælar meðal kvenna jafnt hér á Íslandi og í Bandaríkjunum. Jaquie Hagler sem býr á Florida bauð Aglow vinkonum sínum á skartgripa kynningu heim til sín. Á einu augnabliki breyttist kynningin í dramatískt augnablik þegar hettuklæddur maður ruddist inn í húsið og hafði í hótunum við konurnar. Þegar hér var komið við sögu, höfðu konur tekið upp veskin sín til að versla skartgripi. Ein þeirra taldi að hér væri komin skemmtikraftur í boði hússins til að skemmta þeim og sagði brosandi við ræningjann að hún væri ekki vitund hrædd við byssuna sem hann otaði að þeim. Maðurinn brást hinn versti við og sýndi konunni að hann væri með alvöru byssu en ekki leikfang og sagðist mundi hiklaust drepa eina þeirra ef þær létu ekki veskin sín í pokann sem hann var með.

Jacquie, sem er mjög ákveðin og þekkir stöðu sína sem kristinn kona, stóð upp og skipaði manninum að hypja sig út af heimili hennar í Jesú nafni. Hann snérist gegn henni og hótaði öllu hinu versta. Hún lét það ekkert á sig fá og  varð enn ákveðnari; Í nafni Jesú, skipa ég þér að yfirgefa heimili mitt núna. Konurnar  sem voru 15 að tölu tóku nú undir með Jacquie, og skipuðu manninum að yfirgefa heimilið í Jesú nafni, síðan byrðju þær að biðja Jesús, Jesús, Jesús

Manninum var svo brugðið að hann snaraðist út um dyrnar. Hann var síðan handtekinn af lögreglu við annað innbrot  stuttu síðar.  Ein kvennana hafði orð á því að hún hefði  bundið þann anda sem stjórnaði honum í Jesú nafni.

Jesús sagði; Ég hef gefið yður vald að stíga á höggorma og sporðdreka og yfir öllu óvinarins veldi. Alls ekkert mun yður mein gjöra. Lúk. 10:19-10 vinsælustu Biblíuversin

Hvaða biblíuvers voru mest lesin á árinu 2012? Vefsíðan Bible Gatway birtir lista yfir 10 vinsælustu biblíuversin fyrir árið 2012. Við birtum þennan lista til gamans og satt best að segja getum við alveg verið sammála um að þessi vers eru líka í uppá haldi hjá okkur.

10. Orðskviðirnir 3:6-
Mundu til hans á öllum þínum vegum, þá mun hann gjöra stigu þína slétta.

9. Sálmur 23:4-
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.

8. 1. Korintubréf 13:4-
Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.

7. Orðskviðir 3:5-
Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit.

6. Rómverjabréfið 12:2-
Fylgið ekki háttsemi þessa heims. Látið heldur umbreytast með hinu nýja hugarfari og lærið svo að skilja hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna.

5. Filippíbréf 4:6-
Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð.

4. Rómverjabréfið 8: 28-
Við vitum að þeim sem Guð elska samverkar allt til góðs, þeim sem hann hefur kallað samkvæmt ákvörðun sinni.

3. Filippíbréfið 4:13-
Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir.

2. Jeremía 29:11-
Því að ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður segir Drottinn fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð.

1. Jóhannesarguðspjall  3:16-
Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

Við eigum öll okkar  uppáhalds biblíuvers!
Aglow á Íslandi - Pósthólf 8121 - 123 Reykjavík - Hafa samband

Kennitala: 711094-2539    Reikningsnúmer: 526-26-7110

FRAMUNDAN

Aðventukvöld Aglow hópa

Aglow í Garðabæ
Miðvikudaginn 6. des kl.20.00
Hugvekja:Sheila Fitzgerald
Jólalögin við kertaljós
Allar konur velkomnar í
Skátaheimilið v/ Bæjarbraut

Aðventukvöld Akureyri

Þriðjudaginn 12. des kl.20.00 Í safnaðar-heimili Glerárkirkju.
Hugvekja: Hildur Eir Bolladóttir
Konur og karlar innilega velkomin

Aglow í Stykkishólmi
Bæn og samfélag í húsnæði Setursins v/ Skólastíg kl.20
1 og 3ja miðvikudag hvers mánaðar

Aglow í Vestmannaeyjum

Miðvikudaginn 13. desember kl.20.00 í Safnaðarheimili Landakirkju.
Hugvekja: Guðni Hjálmarsson
Kór Landakirkju syngur
Konur og karlar innilega velkominTenglar

Á döfunni

Flettingar í dag: 214
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 550
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 589377
Samtals gestir: 105321
Tölur uppfærðar: 16.12.2017 14:31:35