Alþjóðlegt bænanet - Bænaátak
Bænaáherslur


Biðjum fyrir þjóðinni

Jesús sagði ; Hús mitt á að vera bænahús fyrir allar þjóðir. Mark. 11:


Statt upp, skín þú, því að ljós þitt kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir þér!
Sjá, myrkur grúfir yfir jörðinni og sorti yfir þjóðunum. En yfir þér upp rennur Drottinn, og dýrð hans birtist yfir þér. Jes. 60:1-2

Sæl er sú þjóð er á Drottin að Guði, sá lýður er hann hefir kjörið sér til eignar.Drottinn lítur niður af himni, sér öll mannanna börn, frá bústað sínum virðir hann fyrir sér alla jarðarbúa,
hann sem myndað hefir hjörtu þeirra allra og gefur gætur að öllum athöfnum þeirra.

Eigi sigrar konungurinn fyrir gnótt herafla síns, eigi bjargast kappinn fyrir ofurafl sitt. Svikull er víghestur til sigurs, með ofurafli sínu bjargar hann ekki.

En augu Drottins hvíla á þeim er óttast hann, á þeim er vona á miskunn hans. Hann frelsar þá frá dauða og heldur lífinu í þeim í hallæri.

Sálir vorar vona á Drottin, hann er hjálp vor og skjöldur. Já, yfir honum fagnar hjarta vort, hans heilaga nafni treystum vér.Miskunn þín, Drottinn, sé yfir oss, svo sem vér vonum á þig. (Sálmur. 33:12-22).


Bænapunktar út frá Orði Guðs - Biðjum fyrir sjö áhrifasviðum þjóðfélagsins.

Komi þitt ríki mitt á meðal okkar - Lýsum yfir að Guð hefur áætlun fyrir þjóðina
En þannig skuluð þér biðja: Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Matt 6: 9-10

Því að ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður segir Drottinn fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð. Jer. 29:11-


Biðjum fyrir:

l. Ríkisstjórn og Alþingi:
Ráðvendni, lög byggð á kristnum gildum, réttlæti.

Fyrst af öllu hvet ég til að biðja og ákalla Guð og bera fram fyrirbænir og þakkir fyrir alla menn. Biðjið fyrir konungum og öllum þeim sem hátt eru settir til þess að við fáum lifað friðsamlegu og rólegu lífi í guðsótta og siðprýði. Þetta er gott og þóknanlegt Guði, frelsara vorum, sem vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum.  1.Tím 2: 1- 4

Réttlæti er sæmd þjóðar en syndin er smán þjóðanna (Orðsk.. 14:34).
Sjá einnig; Sálm. 34:16 og Sálm. 89:14.

Ég mun færa þér gull í stað eirs og silfur í stað járns, eir í stað trjáviðar og járn í stað grjóts. Ég gjöri friðinn að valdstjórn þinni og réttlætið að valdsmanni þínum.
Eigi skal framar heyrast getið um ofríki í landi þínu, né um tjón og tortíming innan landamerkja þinna. Þú skalt kalla Hjálpræði múra þína og Sigurfrægð hlið þín. Jes. 60:17-18


2. Fjölmiðlar:
Dagblöð, tímarit, netmiðlar og sjónvarp
heiðra sannleikann, réttsýni, guðleg gildi.

....og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa. (Jóh. 8:32).

Talið sannleika hver við annan og dæmið ráðvandlega og eftir óskertum rétti í hliðum yðar. Sak. 8:16.  


3. Viðskipti:
heilindi, viska, gjafmildi. 

Þið skuluð ekki hafa rangt við fyrir rétti hvað varðar stiku, vigt og mæli. Þið skuluð nota rétta vigt, rétta vigtarsteina, rétta efu og rétta hín. (3.mós.. 19:35).

Sjá einnig: Orðskv.. 3:9-10.

4. Menntun:
Grunnskólar, leikskólar, framhaldsskólar,háskólar, listaskólar, námskeið.
Biblíuleg gildi, umhyggja fyrir börnum og ungufólki, hæfileikaríkir kennarar.
Þegar Jesús hafði lokið þessari ræðu, undraðist mannfjöldinn mjög kenningu hans, því að hann kenndi þeim eins og sá, er vald hefur, og ekki eins og fræðimenn þeirra

Komið börn, hlýðið á mig, ég vil kenna yður að óttast Drottin.Sálmur 34.12-

Hjá Guði er speki og kraftur, hjá honum er ráðsnilld og hyggindi. Job.12:13-

Sjá einnig: 5.mós. 4:9; Orðskv.. 10:14.  


5. Listir og Menning:
Tónlist, leiklist, dans, myndlist, hönnun og listir
nýsköpun, hugvit, guðhræðsla, næmleiki í anda

Móse sagði við Ísraelsmenn: "Drottinn hefur kvatt til Besalel Úríson, Húrssonar, af ættbálki Júda. Hann hefur fyllt hann anda Guðs með visku, skilningi, kunnáttu og hvers konar hagleik til að hugsa upp og smíða úr gulli, silfri og eir, 33til að grafa í steina og greypa þá, skera í tré og til að vinna hvers konar hagleiksverk. (2.mós.35:30).

6. Fjölskyldan:
Heiðra hjúskaparheitið, virðing og trúfesti, heilagleiki, ala börn upp í guðsótta og góðum siðum, ást og umhyggju.

Því að ég hata hjónaskilnað segir Drottinn, Ísraels Guð, og þann sem hylur klæði sín glæpum segir Drottinn allsherjar. Gætið yðar því í huga yðar og bregðið aldrei trúnaði.

Fyrir því skuluð þér leggja þessi orð mín á hjarta yðar og huga, og þér skuluð binda þau til merkis á hönd yðar og hafa þau sem minningarbönd á milli augna yðar.Og þér skuluð kenna þau börnum yðar með því að tala um þau, þegar þú ert heima og þegar þú ert á ferðalagi, þegar þú leggst til hvíldar og þegar þú fer á fætur. 5.mós. 11:19; Efbr. 5:21-33.


7. Kristin Trú og kirkja:

Trúarvakning, heilagleiki, elska sannleikann, heiður og virðing, traust, kristniboð, hjálparstarf og kærleiksverk.

En þér eruð "útvalin kynslóð, konunglegt prestafélag, heilög þjóð, eignarlýður, til þess að þér skuluð víðfrægja dáðir hans," sem kallaði yður frá myrkrinu til síns undursamlega ljóss. 1. Pét. 2:9-

2013 Bænaáherslur


Höldum Jerúsalem sameinaðri

Varnarmálaráðherra Ísraels segir að í haust muni diplómatísk flóðbylgja skella á Ísrael. Aðrir tala um svartan september fyrir gyðinga. Stuðningur við einhliða yfirlýsingu Palestínumanna um sjálfstæði eykst stöðugt.

Komandi mánuðir skera úr um hvernig þjóðir innan Sameinuðu Þjóðanna koma til með að kjósa. Munu Bandaríkin beita neitunarvaldi? Hvernig munu Evrópusambandslöndin kjósa? Hvernig munu þjóðir í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku kjósa, þar sem stór hluti íbúa trúir boðskap Biblíunnar? Mun þjóð þín skipa sér gegn Ísrael, eða verður hún meðal þeirra þjóða sem standa með áætlun Guðs með borg hans? Valið stendur á milli blessunar og bölvunar.

Orð Guðs er mjög skýrt. Jerúsalem er borg hans; hann hefur heitið gyðingaþjóðinni Jerúsalem í eilífum sáttmála. Þegar Nehemía vann við að endurreisa múra Jerúsalemborgar, mætti hann áskorunum frá óvinum Ísraels. Hann kom með yfirlýsingu sem er jafnsönn í dag; þið getið ekki gert kröfur til borgarinnar. Jerúsalem er óskipt höfuðborg Ísraels að eilífu.

Þetta snýst ekki um stjórnmál, þetta snýst um orð guðs, en hefur hins vegar miklar pólitískar afleiðingar. Þetta er því ákall til fólks guðs um að standa með Ísrael á komandi mánuðum fram að atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu Þjóðanna um miðjan september. Þið getið nálgast meiri upplýsingar á : www.keepjerusalemunited.org

Ísakarsniðjar
Af Íssakarsniðjum, er báru skyn á tíðir og tíma,

1.Kron.12,32 talar um Ísakarsniðja, er báru skyn á tíðir og tíma. Menn sem eru tilbúnir til að biðja með guðlegu valdi fyrir því að ríki himinsins geri innrás í ríki þessa heims. Slíkir menn finnast í Aglow. Farið inn á síðu www.aglow.org,
ef þið viljið fá nánari upplýsingar, eða ef þið viljið gerast þáttakendur í Ísakarsniðjum.
Ísakarsniðjar biðja fyrir alþjóðlegum málefnum með guðlegri visku. Þeir standa með Ísrael út frá Biblíulegum sjónarmiðum.

° Biðjið að Jerúsalem verði opin og óskipt undir stjórn gyðinga, í samræmi við alþjóðalög og orð guðs.
° Biðjið fyrir því að þjóð ykkar skipi sér með Ísrael og sýni velvild í samræmi við Biblíuleg sjónarmið.

Hljómur frá þjóðunum - alheimsráðstefna Aglow International 29.september - 2.október, 2011

Biðjið fyrir ferðasjóðnum, sem gerir leiðtogum hvaðanæva úr heiminum kleift að koma. Talsvert vantar upp á að fleiri leiðtogar geti komið.

° Lýsum yfir yfirfljótandi nægtum Guðs

° Lýsum yfir nægtum okkar fullríka Guðs, sem getur séð fyrir öllu því sem þarf til að fólk komist á þessa tímabæru ráðstefnu

° Notum skapandi aðferðir til að gefa og afla fjármuna fyrir ráðstefnuna

° Ef þið viljið hjálpa til við að leiðtogar komist á ráðstefnuna, farið þá inn á :
www.aglow.org/travelfund2011  

Boðunarferðir á vegum umbreytingarhópa Aglow í júlí
° Uruguay - Smá fyrirtæki - 30.júní - 12.júlí - hópleiðtogar eru : Janet Mangum & Pat Kempf
° Brasilía - Smáfyrirtæki - 13.-27. Júlí Hópleiðtogi er Pat Kempf
Biðjum um vernd, smurningu og undirbúningi sérhvers meðlims þessara hópa
Biðjum Guð að gefa skapandi hugmyndir til að byggja eitthvað sem hefur varanleg áhrif

Biðjum um yfirþyrmandi nærveru Guðs
Biðjið að ríki Guðs megi verða opinbert í gegnum kærleika, náð, kraft, tákn, undur,lækningar
Frekari upplýsingar um ferðir umbreytingahópa í framtíðinni getið þið nálgast hjá janetmangum@aglow.org  
Vaxandi þjóðir - rektu fast niður hælana

Jes.54,2: "Víkka þú út tjald þitt, og lát þá þenja út tjalddúka búðar þinnar, meina þeim það ekki, gjör tjaldstög þín löng og rek fast hælana."

Aglow er með í það minnsta einn hóp á meðal þessara vaxandi þjóða í Aglow. Biðjið að þessir hópar megi styrkjast og fá hvatningu.
Biðjið þess að fleiri hópar verði stofnaðir á meðal þessara þjóða. Biðjið þess að Guð megi reisa upp leiðtoga í þessum þjóðum.

Biðjum að Guð gefi bæði efnislega hluti og sköpunargáfu þá sem til þarf til að fyrirætlanir hans megi verða að veruleika á meðal þessara þjóða

Biðjið fyrir því að Aglow bænahópar megi verða til í höfuðborgum þessara þjóða
° Í þessum mánuði byðjum við sérstaklega fyrir eftirfarandi þjóðum: Máritaníu, Máritíus, Mónakó, Marokkó, Níger g Púorto Rikó.

Bænaátak 222
Biðjum þær þjóðir "inn" sem Aglow á eftir að ná til
Átakið 222 er bænaátak fyrir 222 þjóðum jarðarinnar. Höldum áfram saman, öflugur her í andanum og sjáum þessar þjóðir snertar í gegnum Aglow!
Í þessum mánuði biðjum við sérstaklega fyrir: Frönsku Pólinesíu ( Papeete), Georgíu ( Tiblísí), Gíbraltar ( Gíbraltar), Grænlandi (Nuuk) og Guadeloupe (Brass-Terre).

° Biðjum þess að Aglow bænahópar verði til í höfuðborgum þessara landa
Fagnaðartími : Búið er að stofna Aglow í Perú! Biðjum fyrir nýja hópnum okkar í Perú, að hann megi styrkjast og fá hvatningu.
Lista yfir allar 222 þjóðirnar er að finna á www.aglow.org undir : operation 222

Nýtt: Aglow blogg um bæn
Hugleiðingar um bænir "frá himni til jarðar" frá Aglow er að finna á: www.aglowblogs.org/prayer.
 
Twitter
Fylgist með alþjóðabænahúsi Aglow á Twitter. @Aglowprayer Alþjóða bænaefni eru send út nokkrum sinnum í viku í gegnum twitter. Þetta er lykilleið til að vera í sambandi og taka þátt í að biðja fyrir bænaefnunum vikulega. Enn sem komið er þetta einungis aðgengilegt á ensku. Biðjum fyrir því að hægt verði að þýða þetta yfir á önnur tungumál. Ef þú þarft hjálp við að tengjast twitter, er best að fara inn á: http://twitter.com/  eða að hafa samband í gegnum prayer@aglow.org  ....................................................................................

Bænaáherslur fyrir júní

Alþjóðlegur bænadagur - 12.júní
Alþjóðlegi bænadagurinn er dagur sem kristnir menn sameinast á í iðrun og bæn og einsetja sér að vinna saman sem þjónar Guðs að blessun og lækningu fyrir þjóðirnar. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um alþjóðlega bænadaginn á : www.globaldayofprayer.com 
 
"og lýður minn, sá er við mig er kenndur, auðmýkir sig, og þeir biðja og leita auglitis míns og snúa sér frá sínum vondu vegum, þá vil ég heyra þá frá himnum, fyrirgefa þeim syndir þeirra og græða upp land þeirra." 1.Kron.7,14

"Því að jörðin mun verða full af þekkingu á dýrð Drottins, eins og djúp sjávarins vötnum hulið." Hab.2,14

Ísakarsniðjar
Af Íssakarsniðjum, er báru skyn á tíðir og tíma,

1.Kron.12,32 talar um Ísakarsniðja, er báru skyn á tíðir og tíma. Menn sem eru tilbúnir til að biðja með guðlegu valdi fyrir því að ríki himinsins geri innrás í ríki þessa heims. Slíkir menn finnast í Aglow. Farið inn á síðu www.aglow.org,
ef þið viljið fá nánari upplýsingar, eða gerast þáttakendur í Ísakarsniðjum.

Menn Ísakars leysa út blessun þá sem fylgir fyrirætlunum Guðs í lífi annarra og hafa áhrif á sjö "tinda" alþjóðasamfélagsins fyrir bæn (5.Mós.27,12).

Þessir sjö "tindar" eru: fjölmiðlar, stjórnarfar(ríkis og svæðisstjórnir), menntun, efnahagsmál, trúarbrögð, listir og skemmtanaiðnaður og fjölskyldan. Í þessum mánuði leggjum við höfuðáherslu á listir og skemmtanaiðnað.
Tony Hoyt segir: "Við þráum að fólk Guðs í Aglow rísi upp sem aldrei fyrr og taki aftur til eignar "tind" lista og skemmtanaiðnaðar: Við viljum sjá sköpunarmátt Guðs fá að koma fram í öllum birtingarformum lista: tónlist og kvikmyndum, sjónvarpi og bókum, leikritum og tísku; í öllum listformum.

° Biðjið þess að fólk Guðs megi koma fram með kvikmyndir, listaverk, bókmenntir og önnur listform á Guðs hátt, með því að dvelja í nærveru hans og leyfa sköpunarmætti hans að flæða gegnum sig.

° Biðjum þess að fólk Guðs megi láta að sér kveða í viðskiptalífinu með því að styðja við guðlegar kvikmyndir, tónlist, listir, íþróttir og skemmtanaiðnað fjárhagslega.

° Biðjum þess að fólk Guðs megi meta og sækjast eftir þeirri sköpunargáfu sem Guð hefur gefið þeim honum til dýrðar

° Biðjum þess að heimurinn megi kunna að meta framúrskarandi kvikmyndir og önnur listform. Dæmi um þetta er verðlaunahátíð (Movie Guide Awards , ) sem verðlaunar leikara, framleiðendur og kvikmyndir sem heiðra Guð og fjölskylduna.

° Biðjum þess að fólk Guðs megi verða höfuðið en ekki halinn í því að leiða heiminn í listum og skemmtiiðnaði

° Biðjum að við megum vera herinn sem talað er um í Jóel 2:2,7,8,11, með þá fyrirætlun að eyðileggja verk óvinarins.

° Biðjum fyrir hljómnum frá himnum sem koma mun til jarðar og endurnæra heila kynslóð.

Hljómur frá þjóðunum - alheimsráðstefna Aglow International 29.september - 2.október, 2011

Biðjið fyrir ferðasjóðnum, sem gerir leiðtogum hvaðanæva úr heiminum kleift að koma. Talsvert vantar upp á að fleiri leiðtogar geti komið.

° Lýsum yfir yfirfljótandi nægtum Guðs

° Lýsum yfir nægtum okkar fullríka Guðs, sem getur séð fyrir öllu því sem þarf til að fólk komist á þessa tímabæru ráðstefnu

° Notum skapandi aðferðir til að gefa og afla fjármuna fyrir ráðstefnuna

° Ef þið viljið hjálpa til við að leiðtogar komist á ráðstefnuna, farið þá inn á :
www.aglow.org/travelfund2011  

Þjóðir í vanda

° Japan - höldum áfram að biðja fyrir uppbyggingunni í Japan og að þjóðin megi hljóta huggun

° Botswana - borgaralegur óróleiki, ofbeldi og uppreisn gegn forsetanum heldur þjóðinni í uppnámi. Biðjum fyrir leiðtogum ríkisstjórnarinnar, að þeir öðlist guðlega visku; biðjum einnig um vernd þeim til handa

° Mið - austurlönd - biðjum fyrir þeim mörgu þjóðum á þessu svæði þar sem pólitískur, borgaralegur og andlegur óróleiki geisar. Biðjum fyrir fólki Guðs í þessum löndum - fyrir hvatningu og vernd. Biðjum fyrir opinberun á kærleika Guðs og áætlun.


Boðunarferðir á vegum umbreytingarhópa Aglow í júní

° Dearborn, Michigan: Alþjóðleg hátíð Araba, 16.-19.júní. Hópleiðtogar eru Cheryl Erbes & Phyllis Fox , :Kristur meðal ykkar, von dýrðarinnar, Kól.1,27. Biðjum að sú opinberun vonar sem kemur frá himni til jarðar megi sýna sig í gegnum líf þeirra sem verða í hópnum. Eins og Cheryl segir, :"Ég hvet hópinn til að gera sér grein fyrir því að þar sem Kristur er í okkur, berum við hann með okkur hvar sem við förum. Þess vegna berum við himininn í okkur þegar við höfum samskipti og göngum um á Arabahátíðinni.

° Uruguay - Smá fyrirtæki - 30.júní - 12.júlí - hópleiðtogar eru : Janet Mangum & Pat Kempf

 Biðjið að ríki Guðs megi verða opinbert í gegnum kærleika, náð, kraft, tákn, undur,lækningar

 Biðjum um vernd, smurningu og undirbúningi sérhvers meðlims þessara hópa

 Biðjum um yfirþyrmandi nærveru Guðs

 Biðjum Guð að gefa skapandi hugmyndir til að byggja eitthvað sem hefur varanleg áhrif

Frekari upplýsingar um ferðir umbreytingahópa í framtíðinni getið þið nálgast hjá janetmangum@aglow.org  


Vaxandi þjóðir - rektu fast niður hælana

Jes.54,2: "Víkka þú út tjald þitt, og lát þá þenja út tjalddúka búðar þinnar, meina þeim það ekki, gjör tjaldstög þín löng og rek fast hælana."

 Aglow er með í það minnsta einn hóp á meðal þessara vaxandi þjóða í Aglow. Biðjið að þessir hópar megi styrkjast og fá hvatningu.

 Biðjið þess að fleiri hópar verði stofnaðir á meðal þessara þjóða. Biðjið þess að Guð megi reisa upp leiðtoga í þessum þjóðum.

 Biðjum að Guð gefi bæði efnislega hluti og sköpunargáfu þá sem til þarf til að fyrirætlanir hans megi verða að veruleika á meðal þessara þjóða

 Biðjið fyrir því að Aglow bænahópar megi verða til í höfuðborgum þessara þjóða

 Í þessum mánuði biðjum við sérstaklega fyrir: Líberíu, Lúxemborg, Makedóníu, Madagaskar og Malí
Bænaátak 222 - Biðjum þær þjóðir "inn" sem Aglow á eftir að ná til
Átakið 222 er bænaátak fyrir 222 þjóðum jarðarinnar. Höldum áfram saman, öflugur her í andanum og sjáum þessar þjóðir snertar í gegnum Aglow!

° Í þessum mánuði biðjum við sérstaklega fyrir: Kýpur(Níkósía), Austur Tímor (Dili), Eritreu (Asmara), Falklandseyjum (Stanley), Frönsku Guyönu (Cayenne).

° Biðjum þess að Aglow bænahópar verði til í höfuðborgum þessara landa
Lista yfir allar 222 þjóðirnar er að finna á aglow.org undir : operation 222
Nýtt: Aglow blogg um bæn
Hugleiðingar um bænir "frá himni til jarðar" frá Aglow er að finna á: www.aglowblogs.org/prayer.  

Twitter
Fylgist með alþjóðabænahúsi Aglow á Twitter. @Aglowprayer Alþjóða bænaefni eru send út nokkrum sinnum í viku í gegnum twitter. Þetta er lykilleið til að vera í sambandi og taka þátt í að biðja fyrir bænaefnunum vikulega. Enn sem komið er þetta einungis aðgengilegt á ensku. Biðjum fyrir því að hægt verði að þýða þetta yfir á önnur tungumál. Ef þú þarft hjálp við að tengjast twitter, er best að fara inn á: http://twitter.com/  eða að hafa samband í gegnum prayer@aglow.org  Bænaáherslur fyrir maí


Japan
Höldum áfram að biðja fyrir Japan. Japanska þjóðin kappkostar nú að ná sér á strik eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna í mars. Hér er kafli úr bréfi frá leiðtoga í landsstjórn Aglow í Japan: "Eftirskjálftarnir, sem hafa staðið yfir í mánuð eru yfirþyrmandi. Mælingastofnunin varar við fleiri stórum eftirskjálftum. Ég hef áhyggjur af kjarnorkuverinu...þannig að ég bið fyrir vernd. Það sem við erum að upplifa er svo óvenjulegt... hvað svo sem gerist í heiminum, þá uppfyllir guð áætlun sína. Ég er þess fullviss að við sem Aglow þurfum að þrýsta okkur inn í fæðingarhríðirnar svo að vakning Guðs megi koma yfir þetta land. Bænir ykkar eru mér mikil hvatning. Þakka ykkur kærlega fyrir."

 • Biðjum um huggun og styrk fyrir þá sem hafa orðið fyrir missi. 
 • Biðjum fyrir vernd frá frekari eyðileggingu eða áföllum vegna eftirskjálfta eða stærri skjálfta.
 • Biðjum fyrir vernd frá geislun eða óstöðugleika í kjarnakljúfum
 • Biðjum um visku í því sem þarf að gera í kjarnorkuverinu og í því að byggja upp lykiliðnað og innviði samfélagsins sem hafa orðið fyrir skemmdum.
 • Biðjum þess að öll endurreisn megi verða byggð á grunni guðs sem hann byggir áætlun sína fyrir Japan á.
 • Biðjum fyrir andlegri endurnýjun og vakningu á meðal þessarar þjóðar

Ísrael, augasteinn guðs

Sálmur 17,7-9: "Veit mér þína dásamlegu náð, þú sem hjálpar þeim sem leita hælis við þína hægri hönd fyrir ofsækjendum. Varðveit mig sem sjáaldur augans, fel mig í skugga vængja þinna fyrir hinum guðlausu, er sýna mér ofbeldi, fyrir gráðugum óvinum, er kringja um mig."
 
Sak.2,9: "og ég sjálfur skal vera eins og eldveggur í kringum hana - segir Drottinn - og ég skal sýna mig dýrlegan í henni."

Jes.8,10: "Takið saman ráð yðar, þau skulu að engu verða. Mælið málum yðar, þau skulu engan framgang fá, því að Guð er með oss! "

 • Fagnið yfir miskunn Guðs í garð Ísraels
 • Biðjum um vernd fyrir ísrael - bæði landið og þjóðina
 • Biðjum að sérhvert ráðabrugg gegn Ísrael verði að engu
 • Biðjum að áætlun guðs fyrir Ísrael nái fram að ganga
 • Biðjið Guð að opinbera hjarta sitt gagnvart Ísrael fyrir leiðtogum þjóðar okkar
 • Biðjum þess að þjóð okkar megi standa með fyrirætlun Guðs með Ísrael

Ísakarsniðjar

1.Kron.12,32 talar um Ísakarsniðja, er báru skyn á tíðir og tíma. Í dag er Guð að kalla menn (karlmenn), sem bera skyn á þá tíma sem við lifum á - menn sem eru tilbúnir til að biðja með guðlegu valdi fyrir því að ríki himinsin geri innrás í ríki þessa heims. Slíkir menn finnast í Aglow. Menn Ísakars leysa út blessun þá sem fylgir fyrirætlunum Guðs í lífi annarra og hafa áhrif á sjö "tinda" alþjóðasamfélagsins fyrir bæn (5.Mós.27,12). Þessir sjö "tindar" eru: fjölmiðlar, stjórnarfar(ríkis og svæðisstjórnir), menntun, efnahagsmál, trúarbrögð, listir og skemmtanaiðnaður og fjölskyldan. Farið inn á vef aglow.org ef þið vilið fá meiri upplýsingar eða gerast hluti af sonum Ísakars.

Boðunarferðir á vegum umbreytingahópa Aglow í maí

 • Boðun í Rússlandi - farið verður til Noregs með Janet Mangum og Fran Hallgren
 • Sambía - 26.maí-6.júní 2011. Hópleiðtogarnir Janet Mangum og Fran Hallgren taka höndum saman með Liz Daka og verða með kvennasamverur
 • Biðjið að ríki guðs megi verða opinbert í gegnum kærleika, náð, kraft, tákn, undur,lækningar
 • Biðjum um vernd, smurningu og undirbúningi sérhvers meðlims þessarra hópa
 • Biðjum um yfirþyrmandi nærveru guðs

Frekari upplýsingar um ferðir umbreytingahópa í framtíðinni getið þið nálgast hjá janetmangum@aglow.org 

Vaxandi þjóðir - rektu fast niður hælana

Jes.54,2: "Víkka þú út tjald þitt, og lát þá þenja út tjalddúka búðar þinnar, meina þeim það ekki, gjör tjaldstög þín löng og rek fast hælana."

 • Aglow er með í það minnsta einn hóp á meðal þessarra vaxandi þjóða í Aglow. Biðjið að þessir hópar megi styrkjast og fá hvatningu.
 • Biðjið þess að fleiri hópar verði stofnaðir á meðal þessarra þjóða. Biðjið þess að Guð megi reisa upp leiðtoga í þessum þjóðum.
 • Biðjum að Guð gefi bæði efnislega hluti og sköpunargáfu þá sem til þarf til að fyrirætlanir hans megi verða að veruleika á meðal þessarra þjóða 
 • Biðjið fyrir því að Aglow bænahópar megi verða til í höfuðborgum þessarra þjóða
  Í þessum mánuði biðjum við sérstaklega fyrir: Íraq, Ísrael, Kosovo, Kyrgistan, Líbanon 

Bænaátak 222 - Biðjum þær þjóðir "inn" sem Aglow á eftir að ná til

Átakið 222 er bænaátak fyrir 222 þjóðum jarðarinnar. Höldum áfram saman, öflugur her í andanum og sjáum þessar þjóðir snertar í gegnum Aglow! 

 • Í þessum mánuði biðjum við sérstaklega fyrir: Azerbaijan (Baku), Bosníu/Herzegóvínu (Saravejó), Brunei ( Bandar Seri Begawan), Comoros (Moroni), Cook eyjum (Avarua).

Biðjum þess að Aglow bænahópar verði til í höfuðborgum þessarra landa
Lista yfir allar 222 þjóðirnar er að finna á aglow.org undir : operation 222

Nýtt: Aglow blogg um bæn
Hugleiðingar um bænir "frá himni til jarðar" frá Aglow er að finna á : www.aglowblogs.org/prayer

Twitter
Fylgist með alþjóðabænahúsi Aglow á Twitter. @Aglowprayer. Alþjóða bænaefni eru send út nokkrum sinnum í viku í gegnum twitter. Þetta er lykilleið til að vera í sambandi og taka þátt í að biðja fyrir bænaefnunum vikulega. Enn sem komið er er þetta einungis aðgengilegt á ensku. Biðjum fyrir því að hægt verði að þýða þetta yfir á önnur tungumál. Ef þú þarft hjálp við að tengjast twitter, er best að fara inn á http://twitter.com/ eða að hafa samband í gegnum prayer@aglow.org.

Þýðing / Agnes Eiríksdóttir

 

................................................................................................................................
Hljómur mikils regns

Síðan mælti Elía við Akab: Far þú upp eftir, et og drekk, því að ég heyri þyt af regni.
1.Kon.18,41

Alveg eins og Elía heyrði þytinn af miklu regni á tíma hungursneyðar og þurks, þá heyri ég hljóminn af gnægð regns nálgast okkur! Það kemur til þín, persónulega og til Aglow í heild. Elía sendi þjón sinn 7 sinnum til að líta til sjávar. Hann vænti þess að Guð sendi það sem hann hafði heyrt hljóminn af. Elía vissi að uppfylling þess sem hann heyrði, var í vændum, alveg eins og ég veit það nú. Það er hjómur gnægðar yfir þessari hreyfingu. Þetta er ekki einungis efnahagsleg gnægð; þessi gnægð kemur fram á margvíslegan hátt. Þetta er gnægð Heilags Anda, gnægð kraftaverka, gnægð dýrðar hans og tignar sem myndast yfir okkur" Jane Hansen Hoyt.

Leysið fram hljóm þeirrar gnægðar sem Guð hefur sett í ykkur, í styrkleika og trausti á mikilleik Guðs.

 Takið við tign Guðs og gnægð dýrðar hans.
 Fagnið yfir gnægð hans í lífi ykkar og í lífi Alow.
 Ef þið viljið lesa "blog" Jane, "hljómurinn af gnægð regns"; þá er það að finna á :
http://aglowblogs.org/jane/

Hjálpræði til handa múslimum á meðan þeir eru í pílagrímsferð, 14.-18.nóvember

Það er skylda sérhvers múslima að fara í pílagrímsferð til Mekka minnst einu sinni á æfinni og kallast sú ferð "haj". Tvær milljónir múslima fara til Mekka ár hvert. Þessi pílagrímsferð á sér stað á hverju ári til að minnast þess er Abraham ætlaði að fórna syndi sínum, en múslimar trúa því að hann hafi ætlað að fórna Ísmael en ekki Ísak. Pílagrímar streyma á Arafat sléttlendið til að taka þátt í atburði sem kallast "staðan". Frá sólarupprás til sólarlags flykkjast múslimar að miskunnarfjallinu, þar sem þeir þylja vers úr Kóraninum, í von um að syndir þeirra verði fyrirgefnar.

 Biðjum þess, nú þegar múslimar ferðast til Sádi Arabíu, að þeir hitti kristna einstaklinga á leiðinni, sem geta deilt með þeim fagnaðarerindinu um að Jesús fórnaði sér í eitt skipti fyrir öll, fyrir syndir þeirra.
 Biðjum þess að Mekka, þetta vígi Islam, megi dag einn verða staður tilbeiðslu hins eina sanna Guðs.
Skipum okkur í skarðið fyrir þá sem hrópa á miskunn - megi þeir finna náð og miskunn krossins - að þeir sjái Jesú.

Færum múslimum Orð Guðs

Kristniboð hefur einna síst náð til múslima. Fimmtíu prósent múslima trúa ekki að Kóraninn sé "orð guðs".
Biðjum Herra uppskerunnar að hann sendi verkamenn til að kenna þeim innblásið Orð sannleikans - Biblíuna. - Matt.9;38

 Biðjum að blindan á sannleikann í orði Guðs hverfi.
 Biðjum að þeir hafi aðgang að orði Guðs - jafnvel í gegnum veraldarvefinn.
 Biðjum þess að líf þeirra öðlist nýjan grundvöll sem byggir á orði Guðs.

Bænaátak 222 - Biðjum fyrir þeim þjóðum sem Aglow hefur ekki enn náð til
Bænaátak 222, er bænaverkefni sem er nefnt eftir 222 þjóðum heims. Höldum áfram að sækja fram í sameiningu, hér í Andanum, svo að við fáum að sjá Aglow ná til þessara þjóða.
Þennan mánuð biðjum við sérstaklega fyrir eftirfarandi löndum: Martinique; Míkrónesíu; Mónakó; Montserrat og Nauru. 
 
TWITTER
Hægt er að fylgjast með alþjóðlegu bænastarfi Aglow á Twitter@Aglowprayer. Bænaefni eru uppfærð og send út nokkrum sinnum í viku í gegnum Twitter. Með þessu móti er hægt að vera í vikulegum tengslum við bænastarfið. Enn er þetta aðeins í boði á ensku. Biðjum þess að þetta nái einnig til annarra tungumála. Ef þú þarft aðstoð við að tengjast twitter, geturðu farið inn á http://twitter.com/ , eða haft samband við
prayer@aglow.org  
_______________________________________________________________
Aþjóðlegt bænaátak  -   2010

 

 Kertaljós bænar í hverri höfuðborg

Mikilvægasta borg hvers lands er höfuðborgin. Við ætlum okkur að koma á kertaljósi bænar í höfuðborgum allra þjóða heimsins. Er við biðjum, færum við áhrif himnaríkis inn í hverja þjóð og opnum dyrnar fyrir borgarana að ganga inn í blessun og fyrirheiti Guðs.

 • Biðjið fyrir höfuðborg þjóðar ykkar - að nafn Drottins verði hafið upp.
 • Biðjum fyrir Aglow hópum sem þegar eru til staðar í höfuðborgum . Biðjum að þeir styrkist í þeirri einstæðu köllun og fyrirætlun að færa nærveru Guðs inn í stjórnkerfið.
 • Biðjum að kertaljósabænahópar Aglow verði stofnaðir í höfuðborgum þar sem þeir eru ekki nú þegar. Biðjum fyrir sérstakri áætlun fyrir hverja borg.
 • Biðjum fyrir Operation 222 þjóðunum. Biðjum að Guð reisi upp fyrirbiðjendur í sérhverri höfuðborg fyrir stofnun kertaljósabænahópa.

Sálmur 33,12 :"Sæl er sú þjóð er á Drottin að Guði,".

 • Nánari upplýsingar og fyrirbænarefni er að finna á www.aglow.org

  Operation 222 er bænaátak, sem hlýtur nafn sitt af hinum 222 þjóðum heims. Höldum áfram sem öflugur her í Andanum og berjumst fyrir því í bæn að Aglow starfið megi ná til fleiri þjóða.

 

Biðjum fyrir gegnumbroti í fjármálum Aglow

1.Kon.18,41-45: - Elía sá ský á himnum á stærð við mannshönd, sem færði þeim það sem þurfti til að ljúka þurkatímanum í Ísrael og leysa út uppskeruna. Hönd Drottins er útrétt á himnum til Aglow. Í hendi hans er allt sem þarf til að enda þetta fjárhagslega þurkatímabil sem er yfir hreyfingunni og færa okkur inn í fyllingu uppskerunnar sem hann hefur heitið.

 • Biðjum að sérhver hindrun verði brotin á bak aftur, sem heldur aftur af þeim fyrirheitum um nægtir fyrir Aglow sem Guð hefur talað yfir þessari hreyfingu.
 • Það heyrist hljómur nægta, (1.Kon.18,41). Leysið þennan hljóm, þennan þyt, út. Leysið út gegnumbrotið. Leysið út nægtirnar.
 • Til að gefa í þetta gegnumbrot, smellið hér. 2.Sam.5,19-25; Míka, 2,13; Jer.29,11-12; Lúk.6,38 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aglow á Íslandi - Pósthólf 8121 - 123 Reykjavík - Hafa samband

Kennitala: 711094-2539    Reikningsnúmer: 526-26-7110

FRAMUNDAN

Aðventukvöld Aglow hópa

Aglow í Garðabæ
Miðvikudaginn 6. des kl.20.00
Hugvekja:Sheila Fitzgerald
Jólalögin við kertaljós
Allar konur velkomnar í
Skátaheimilið v/ Bæjarbraut

Aðventukvöld Akureyri

Þriðjudaginn 12. des kl.20.00 Í safnaðar-heimili Glerárkirkju.
Hugvekja: Hildur Eir Bolladóttir
Konur og karlar innilega velkomin

Aglow í Stykkishólmi
Bæn og samfélag í húsnæði Setursins v/ Skólastíg kl.20
1 og 3ja miðvikudag hvers mánaðar

Aglow í Vestmannaeyjum

Miðvikudaginn 13. desember kl.20.00 í Safnaðarheimili Landakirkju.
Hugvekja: Guðni Hjálmarsson
Kór Landakirkju syngur
Konur og karlar innilega velkominTenglar

Á döfunni

Flettingar í dag: 214
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 550
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 589377
Samtals gestir: 105321
Tölur uppfærðar: 16.12.2017 14:31:35