10 vinsælustu Biblíuversin

Hér birtum við okkar lista yfir 10 vinsælustu biblíuversin fyrir árið 2017 til gamans.

En hvaða biblíuvers ætli hafi verið mest lesin á árinu 2017?

10. Orðskviðirnir 3:6-
Mundu til hans á öllum þínum vegum, þá mun hann gjöra stigu þína slétta.

9. Sálmur 23:4-
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.

8. 1. Korintubréf 13:4-
Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.

7. Orðskviðir 3:5-
Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit.

6. Rómverjabréfið 12:2-
Fylgið ekki háttsemi þessa heims. Látið heldur umbreytast með hinu nýja hugarfari og lærið svo að skilja hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna.

5. Filippíbréf 4:6-
Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð.

4. Rómverjabréfið 8: 28-
Við vitum að þeim sem Guð elska samverkar allt til góðs, þeim sem hann hefur kallað samkvæmt ákvörðun sinni.

3. Filippíbréfið 4:13-
Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir.

2. Jeremía 29:11-
Því að ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður segir Drottinn fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð.

1. Jóhannesarguðspjall  3:16-
Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

Hvert er þitt uppáhalds biblíuvers?

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s