Diane Fink frábær prédikari

Ræðukona  ráðstefnunnar

diane_fink2

Diane Fink starfar sem kennari og prédikari. Hún er vígð til prestsþjónustu og er hæfileikarík sem kennari auk þess sem hún er virk í spádómsgjöfinni. Hún hefur einnig þróað kennsluefni fyrir skóla Aglow á netinu(AIM-Aglow Institute of Ministry)
Diane tekur virkan þátt í þjónustu í kirkju sinni í spámannlegum skóla og ráðstefnum. Hún hefur einnig kennt við þekktan skóla, Wagner Leadership Institute. Hún hefur skrifað bók sem heitir: Sönn sjálfsmynd, eða True Identity. Hún hefur kennt og prédikað víða í Bandaríkjunum, sem og í meira en 18 löndum í Evrópu, miðausturlöndum, Afríku og Asíu.

“Ég hef þekkt Diane Fink í meira en 30 ár, en við höfum tilheyrt sömu kirkju allan þann tíma. Hún hefur starfað á aðalskrifstofu Aglow í 30 ár. Á persónulegum nótum vil ég segja að Diane er mjög heilsteipt og hefur mikla dýpt. Hún hefur einstaka eiginleika sem leiðtogi og í spámannlegri þjónustu. Ég treysti röddu Diane. Þegar Guð kemur með boðskap í gegnum hana, hef ég séð í gegnum árin að þau eru sönn, uppörfandi, mikil áskorun, en fyrst og fremst full kærleika. Ég hef heyrt hana koma með spámannlegan boðskap á stórum ráðstefnum, í kirkjunni og í minni hópum.”

– Jane Hansen Hoyt
Spádómar frá Diane hafa birst á Elijalist: https://www.elijahlist.com/words/display_word.html?ID=18017