Um Aglow

Hvað er Aglow?

Aglow International er þverkirkjuleg hreyfing kristinna kvenna sem starfar í yfir 170 löndum í sex heimsálfum.

Aglow hreyfingin hefur alþjóðlega hugsjón enda snertir hún líf milljóna manna og kvenna af ólíku þjóðerni í margskonar menningarheimum.

Aglow vinnur að hugsjón sinni með markvissum hætti í gegnum bæn og trúboð, sem eru tveir grundvallarstólpar hreyfingarinnar.

Heimasíða Aglow International.

Saga Aglow

Árið 1967 komu fjórar konur saman, í Seattle Washington, til að biðja og eiga trúarsamfélag. Hópurinn stækkaði ört og þarna hittust konur úr öllum kirkjudeildum, sem tilheyrðu ólíkum stéttum og menningarheimum.

Á skömmum tíma spurðist þetta starf út, Guð var að verki, og sams konar hópar voru stofnaðir víðs vegar um Bandaríkin. Fyrsti Aglow hópurinn utan Bandaíkjanna var stofnaður í Kanada og skömmu síðar á Nýja Sjálandi og í Hollandi.  Í dag er Aglow starf í öllum heimsálfum og Aglow hópar koma saman í flestum þjóðum heims.

Aglow á Íslandi hóf starfssemi árið 1987 og nú starfa hér sex Aglow hópar.

Trúaryfirlýsing Aglow

Landstjórn Aglow á Íslandi

Kærleiksnet kristinna kvenna 

Markmið Aglow er að virkja konur í Guðs ríkinu, hjálpa þeim að breyta lífi sínu og hafa áhrif á umhverfi sitt. Konur á öllum aldri og af öllum menningarstigum eru snertar af kærleika Krists sem skín í gegnum útrétta hönd Aglow, og þær hafa víða áhrif, t.d.  í fátærkahverfum, á vinnustöðum, í dreifbýli, í fangelsum, í stríðshrjáðum löndum og í flóttamannabúðum.

Bæna og leshópar – tengslanetið
Í Aglow geturðu fundið örugga, ánægjulega leið til að læra um Guð. Ásamt öðrum konum geturðu uppgötvað hvað það þýðir að vaxa í Guði og hafa varanleg áhrif á umhverfi þitt.

Viltu kynna þér Aglow starfið nánar?
Ef þig langar til að kynna þér Aglow starfið nánar viljum við benda þér á að skoða hvar Aglow hóparnir eru staðsettir. Við getum einnig sent þér bækling í pósti sem inniheldur upplýsingar um hugsjón og starfsemi hreyfingarinnar.

Viltu skrá þig í Aglow?
Ef þú vilt gerast félagi og skrá þig í Aglow á Íslandi skaltu skrifa til aglow@aglow.is
Meðlimagjald árið 2016 er kr. 3.500.-

Viltu gefa til starfsins eða styrkja starfið mánaðarlega með ákv. upphæð?
Ef þú vilt styrkja starf hreyfingarinnar á Íslandi eða ákveðið málefni sem við vinnum að viljum við benda þér á bankareikning okkar.

Banki. 526 -26 – 7110
Kt. 711094 -2539

 

Guðs náð og blessun

Aglow á Íslandi

Aglow á Íslandi – Pósthólf 8121 – 123 Reykjavík – Hafa samband 

Kennitala: 711094-2539    Reikningsnúmer: 526-26-7110