Gleðilegt sumar

Gleði og birta einkennir tíman sem er fram undan. Sumarið er kærkomið eftir fremur langan og kaldan vetur. Aglowstarfið fer í sumarfrí frá 1. Júni nk. Hópstarfið á Akureyri, Garðabæ, Stykkishólmi og Vestmannaeyjum heldur lokafundi núna í maí. Á Akureyri verður fundur 9. Maí kl. 20.00, gestur fundarins verður Þóranna Sigurbergsdóttir, formaður Aglow í Vestmannaeyjum. … Continue reading Gleðilegt sumar

Bænagangan 2023

Fögnum sumri og fögnum lífinu með bænagöngu á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl, eins og við höfum gert undanfarin ár. Við hvetjum alla biðjandi menn og konur að taka þátt. Sextán gönguleggir á höfuðborgarsvæðinu til að velja um og svo verða bænagönguhópar á landsbyggðinni. Nánari upplýsingar á Lindin.is

Samkirkjuleg bænavika 18. – 25. Janúar 2023

Efni alþjóðlegrar samkirkjulegrar bænaviku fyrir einingu kristninnar kemur að þessu sinni frá Bandaríkjunum. Það er Kirknaráð Minnesota, Minnesota Council of Churches, sem valdi yfirskriftina: ,,Lærið að gera gott, leitið réttarins" (Jes 1.17). Sjónum er beint að þörfinni fyrir réttlæti og jöfnuð, óháð kynþætti, stöðu. Sjá dagskrá bænaviku á FB.