Aglow Vestmannaeyjar

Hvenær eru fundir?

Fyrsta miðvikudag í mánuði kl.20.00 í Safnaðarsal Landakirkju.
Bænahópur kemur saman vikulega í heimahúsi.

 


Stjórn Vestmannaeyjar:

Þóranna Þorbergsdóttir ( Formaður)

Vera Björk Einarsdóttir ( Ritari)

Árný Heiðarsdóttir ( V-formaður)

Lára Emilsdóttir ( Gjaldkeri)

Starfsstjórn; Salmína, Ingveldur

Aglow í Vestmannaeyjum 30 ára starfsafmæli
31. ágúst 1990 – 2. sept. 2020

Aglow í Vestmannaeyjum hefur starfað í þrjátíu ár og var fyrsti fundurinn þann 2. september 1990. Til stóð að hafa veglegan afmælisfund þann 2. september 2020. Stjórn Aglow hittist í júní og þá ríkti mikil bjarsýni um að hægt væri að hittast eðlilega og skipulögðum við afmælissamveru og margir sýndu áhuga á að koma. Því miður verðum við að fresta veisluhöldum og verður það auglýst síðar. Við áttum góða stund í maí þar sem við hittumst og sungum, báðum og spjöllum saman. Gott bil var á milli okkar og slepptum við veitingum.

Við ætlum að hittast á miðvikudaginn 2. september kl. 20.00. En ljóst er að ekki er hægt að hafa veglegan afmælisfund. Fundurinn byrjar klukkan átta og verður um klukkustundar langur. Boðið verður upp á smá hressingu. Við munum syngja saman, biðja og tala saman um hverning sumarið hefur farið með okkur og  hverning  líðan okkar er.

Stjórn Aglow í Vestmannaeyjum