Námskeið

Varðmenn á Múrnum

Námskeiðið verður haldið í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60
föstudagskvöldið 31. janúar kl. 20:00-21:00 og laugardaginn 1.febrúar kl. 09:00-17:00.
Kennari: Edda Matthíasdóttir Swan, formaður landsstjórnar Aglow á Íslandi

Tilgangur:
Tilgangurinn með námskeiðinu er að fræða fólk og gefa þeim biblíulegan grunn til að geta skilið og komið áfram þekkingu um Ísrael fyrr og nú. Námskeiðið er mikilvægt tæki sem hjálpar fyrirbiðjendum að biðja á hnitmiðaðri hátt fyrir landinu og þjóðinni, og veitir þekkingu til að geta fjallað um Ísrael og miðausturlönd.

Handbók – Námskeiðsgögn:
Hver þátttakandi fær bók með fræðsluefni skrifað af kristnum leiðtogum sem hafa hjarta fyrir Ísrael og góða þekkingu á sögu landsins.

Kennari:
Námskeiðið er kennt í fimm líflegum fyrirlestrum ásamt myndböndum og frásögum af því sem efst er á baugi. Kennari er Edda M. Swan

Námskeiðið er opið öllum á meðan húsrúm leyfir.
Námskeiðisgjald er kr. 4000.
Vinsamlegast skráið ykkur fyrir 28. janúar nk.
Skráning: aglowisland@gmail.com

 

Eldri Námskeið:

  • AÐ BREYTA LEIKNUM

Föstudagskvöldið 10. nóvember kl. 20:00
Laugardaginn 11. nóvember kl.09:00 til 17:00

Kennari er Graham Cooke.  Graham Cooke er mjög eftirsóttur spámaður, kennari og prédikari í guðsríki og hann hefur skrifað margar bækur.

Jane Hansen Hoyt segir eftirfarandi um þessi námskeið: Hér er á ferðinni öflugt námskeið sem miðar að því að þroska fólk svo það fái staðið stöðugt í nærveru Guðs og stigið inn í rétta sjálfsmynd sína sem sigurvegarar.

Boðskapur námskeiðsins á rætur sínar í kennslu Páls í Nýja Testamentinu, sem hvatti fólk þess tíma til að lifa því lífi sem því var gefið eftir að það hafði tekið við fullnuðu verki Jesú Krists í lífi þess.  Í 2.Kor. 5,17 segir: hið liðna varð að engu, nýtt er orðið til. 

Uppgötvaðu hvernig þú ert þekkt/ur á himnum.  Þegar þú skilur að Guð lítur ekki á mistökin í lífi þínu, heldur á Krist sem lifir í hjarta þínu, öðlastu lausn undan þeim lygum sem reyna að koma í veg fyrir að þú framgangir í frelsi því sem fylgir því að lifa sem barn Konungsins.  Það var aldrei ætlun Guðs að þú lifðir á afgöngum eins og týndi sonurinn.  Guð vill að við lifum í samræmi við reynslu okkar í guðsríkinu.  Við bjóðum þér að koma í þetta ferðalag mikilla uppgötvana með okkur.

Dæmi um umfjöllunarefni námskeiðsins er:

1. Hvernig ertu þekkt/ur á himnum

2. Að grundvalla þinn innri sigurvegara

3. Hugarfar Krists

4. Að enduruppgötva lífið í ávexti Andans

5. Lögmál Andans í kristnu líferni.