Námskeið

Á næstunni:

-engin námskeið skráð á næstunni-

 

Eldri Námskeið:

  • AÐ BREYTA LEIKNUM

Föstudagskvöldið 10. nóvember kl. 20:00
Laugardaginn 11. nóvember kl.09:00 til 17:00

Kennari er Graham Cooke.  Graham Cooke er mjög eftirsóttur spámaður, kennari og prédikari í guðsríki og hann hefur skrifað margar bækur.

Jane Hansen Hoyt segir eftirfarandi um þessi námskeið: Hér er á ferðinni öflugt námskeið sem miðar að því að þroska fólk svo það fái staðið stöðugt í nærveru Guðs og stigið inn í rétta sjálfsmynd sína sem sigurvegarar.

Boðskapur námskeiðsins á rætur sínar í kennslu Páls í Nýja Testamentinu, sem hvatti fólk þess tíma til að lifa því lífi sem því var gefið eftir að það hafði tekið við fullnuðu verki Jesú Krists í lífi þess.  Í 2.Kor. 5,17 segir: hið liðna varð að engu, nýtt er orðið til. 

Uppgötvaðu hvernig þú ert þekkt/ur á himnum.  Þegar þú skilur að Guð lítur ekki á mistökin í lífi þínu, heldur á Krist sem lifir í hjarta þínu, öðlastu lausn undan þeim lygum sem reyna að koma í veg fyrir að þú framgangir í frelsi því sem fylgir því að lifa sem barn Konungsins.  Það var aldrei ætlun Guðs að þú lifðir á afgöngum eins og týndi sonurinn.  Guð vill að við lifum í samræmi við reynslu okkar í guðsríkinu.  Við bjóðum þér að koma í þetta ferðalag mikilla uppgötvana með okkur.

Dæmi um umfjöllunarefni námskeiðsins er:

1. Hvernig ertu þekkt/ur á himnum

2. Að grundvalla þinn innri sigurvegara

3. Hugarfar Krists

4. Að enduruppgötva lífið í ávexti Andans

5. Lögmál Andans í kristnu líferni.