Aglow Vestmannaeyjum 4. maí kl. 17.00

Aglowkonur í Eyjum ætla að sameina bænadag kvenna og síðasta Aglow fund vetrarins miðvikudaginn 4. maí. Kl. 17.00 verður samvera í Landakirkju þar sem farið verður yfir efni frá alþjóðlegum bænadegi kvenna 2022. Um kl. 18.00 förum við í bænagöngu frá Landakirkju, við göngum um bæinn og biðjum fyrir ýmsum stöðum og málefnum. Eftir bænagönguna eða um kl. … Continue reading Aglow Vestmannaeyjum 4. maí kl. 17.00

Sumarkvöld Aglow í Garðabæ 2. maí

Vorið er komið og sumar handan við hornið. Síðasti hittingur á þessum vetri verður mánudaginn 2. maí kl.20.00.Við ætlum að kveðja veturinn og eiga saman skemmtilegt kvöld.Bæn og lofgjörð, vitnisburðir og tískusýning frá versluninni Flash.Léttar veitingar. Allar konur innilega velkomnar.

Krossganga

Frá Vopnafirði til Reykjavíkur 21. apríl - 1. maí . Á sumardaginn fyrsta ætlar 37 ára gamall Íslendingur, Henrik Knudsen, í svokallaða krossgöngu þvert yfir Ísland. Hann mun ganga með trékross á bakinu alla leiðina frá Vopnafirði til Reykjavíkur. Þetta er fyrst og fremst táknræn framkvæmd, sem felur í sér hlýðni, undirgefni og þjáningu. En … Continue reading Krossganga