Bænanet

Sameinumst í bæn fyrir landi og þjóð

16. mars 2020

Heilbrigðisyfirvöld.
Biðjum fyrir; Heilbrigðisyfirvöldum, Landlækni Alma D Möller, Sóttvarnalækni, Þórólfi Guðnasyni, Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn, Guð gefi visku og vísdóm að stýra og gefa góð ráð fyrir yfirvöld og fólkið í landinu. Við biðjum góðan Guð að varðveita heilsu þeirra og krafta. Sömuleiðis biðjum við fyrir fjölskyldum þeirra.

Læknar og hjúkrunarfólk.
Biðjum fyrir; læknum, hjúkrunarfólki,sjúkraliðum og starfsfólki sem tekur sýni og alla þá sem vinna að rannsóknum og hjúkra fólki.  Biðjum um guðlega vernd fyrir heilsu þeirra og styrk fyrir þau öll. Sömuleiðis biðjum við fyrir fjölskyldum þeirra.

Þeir sem hafa greinst og eru í sóttkví.
Biðjum fyrir; Þeim sem hafa sýkst, eru veikir og þeim sem eru í sóttkví. Eru áhyggjufullir og óttast framtíðina. Jesús sagði Minn frið gef ég þér. Við biðjum að Guð gefi fullkomin bata og lækningu.
Í Jesú nafni. Sömuleiðis biðjum við fyrir fjölskyldum þeirra.

Eldri borgarar og einstaklingar í sérstökum áhættuhópi.
Biðjum fyrir; Eldri borgurum og fólki sem er með undirliggjandi sjúkdóma.
Biðjum um vernd Guðs og að þau öll megi finna frið Guðs hjá sér. Biðjum líka fyrir öllum þeim sem eru einmanna, dagvistir og samfélag fyrir eldri borgara er lokað einnig er lokað fyrir heimsóknir. Guð gefi þeim hugrekki og frið. Sömuleiðis biðjum við fyrir fjölskyldum þeirra.

Heimilin og fjölskyldur
BIÐJUM fyrir; Heimilum í landinu, fjölskyldum og einstaklingum. Biðjum fyrir öllum þeim sem eru áhyggjufull og óttast framtíðina. Biðjum frið Guðs yfir heimilin og unga fólkið. Biðjum að í þessum aðstæðum vakni upp löngun til að biðja og leita eftir hjálp Drottins.

Þjóðin – Fyrirtækin – Heimilin
Biðjum Guð að gefa náð og miskunn fyrir þjóðina, efnahag landsins, fyrirtækin í landinu og heimilin.

Sálmur 91: 1-
Sæll er sá, er situr í skjóli Hins hæsta, sá er gistir í skugga Hins almáttka,
sá er segir við Drottin: Hæli mitt og háborg, Guð minn, er ég trúi á!

Hann frelsar þig úr snöru fuglarans, frá drepsótt glötunarinnar,
hann skýlir þér með fjöðrum sínum,
undir vængjum hans mátt þú hælis leita, trúfesti hans er skjöldur og verja.
Eigi þarft þú að óttast ógnir næturinnar, eða örina, sem flýgur um daga,drepsóttina,
er reikar um í dimmunni, eða sýkina, er geisar um hádegið.

Þótt þúsund falli þér við hlið og tíu þúsund þér til hægri handar, þá nær það ekki til þín.
Þú horfir aðeins á með augunum, sér hversu óguðlegum er endurgoldið.
Þitt hæli er Drottinn, þú hefir gjört Hinn hæsta að athvarfi þínu.
Engin ógæfa hendir þig, og engin plága nálgast tjald þitt.

 

Því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum.
Þeir munu bera þig á höndum sér, til þess að þú steytir ekki fót þinn við steini.


Þú skalt stíga ofan á höggorma og nöðrur, troða fótum ljón og dreka.
Af því að hann leggur ást á mig, mun ég frelsa hann,
ég bjarga honum, af því að hann þekkir nafn mitt.

Ákalli hann mig, mun ég bænheyra hann, ég er hjá honum í neyðinni,
ég frelsa hann og gjöri hann vegsamlegan.
Ég metta hann með fjöld lífdaga og læt hann sjá hjálpræði mitt.

Góður Guð blessi þig og fjölskyldu þína

Kærleikskveðja
Landstjórn Aglow á Íslandi
Edda M. Swan, Agnes Eiríksdóttir, Oddný Garðarsdóttir, Helena leifsdóttir

 

 

  • Biðjum fyrir þjóðinni

Jesús sagði ; Hús mitt á að vera bænahús fyrir allar þjóðir. Mark. 11

Statt upp, skín þú, því að ljós þitt kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir þér!
Sjá, myrkur grúfir yfir jörðinni og sorti yfir þjóðunum. En yfir þér upp rennur Drottinn, og dýrð hans birtist yfir þér. Jes. 60:1-2

Sæl er sú þjóð er á Drottin að Guði, sá lýður er hann hefir kjörið sér til eignar.Drottinn lítur niður af himni, sér öll mannanna börn, frá bústað sínum virðir hann fyrir sér alla jarðarbúa,
hann sem myndað hefir hjörtu þeirra allra og gefur gætur að öllum athöfnum þeirra.

Eigi sigrar konungurinn fyrir gnótt herafla síns, eigi bjargast kappinn fyrir ofurafl sitt. Svikull er víghestur til sigurs, með ofurafli sínu bjargar hann ekki.

En augu Drottins hvíla á þeim er óttast hann, á þeim er vona á miskunn hans. Hann frelsar þá frá dauða og heldur lífinu í þeim í hallæri.

Sálir vorar vona á Drottin, hann er hjálp vor og skjöldur. Já, yfir honum fagnar hjarta vort, hans heilaga nafni treystum vér.Miskunn þín, Drottinn, sé yfir oss, svo sem vér vonum á þig. (Sálmur. 33:12-22).

  •  Biðjum fyrir sjö áhrifasviðum þjóðfélagsins.

Bænapunktar út frá Orði Guðs

Komi þitt ríki mitt á meðal okkar – Lýsum yfir að Guð hefur áætlun fyrir þjóðina
En þannig skuluð þér biðja: Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Matt 6: 9-10

Því að ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður segir Drottinn fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð. Jer. 29:11-

  1. Ríkistjórn og Alþingi
    Ráðvendni, lög byggð á kristnum gildum, réttlæti.

    Fyrst af öllu hvet ég til að biðja og ákalla Guð og bera fram fyrirbænir og þakkir fyrir alla menn. Biðjið fyrir konungum og öllum þeim sem hátt eru settir til þess að við fáum lifað friðsamlegu og rólegu lífi í guðsótta og siðprýði. Þetta er gott og þóknanlegt Guði, frelsara vorum, sem vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum.  1.Tím 2: 1- 4Réttlæti er sæmd þjóðar en syndin er smán þjóðanna (Orðsk.. 14:34).
    Sjá einnig; Sálm. 34:16 og Sálm. 89:14.

    Ég mun færa þér gull í stað eirs og silfur í stað járns, eir í stað trjáviðar og járn í stað grjóts. Ég gjöri friðinn að valdstjórn þinni og réttlætið að valdsmanni þínum.
    Eigi skal framar heyrast getið um ofríki í landi þínu, né um tjón og tortíming innan landamerkja þinna. Þú skalt kalla Hjálpræði múra þína og Sigurfrægð hlið þín. Jes. 60:17-18

     

  2. Fjölmiðlar
    Hvetjum dagblöð, tímarit, netmiðlar og sjónvarp til að heiðra sannleikann, réttsýni, guðleg gildi.

    ….og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa. (Jóh. 8:32).

    Talið sannleika hver við annan og dæmið ráðvandlega og eftir óskertum rétti í hliðum yðar. Sak. 8:16.

     

  3. Viðskipti
    Heillindi, viska og gjafmildi

    Þið skuluð ekki hafa rangt við fyrir rétti hvað varðar stiku, vigt og mæli. Þið skuluð nota rétta vigt, rétta vigtarsteina, rétta efu og rétta hín. (3.mós.. 19:35).

  4. Menntun
    Grunnskólar, leikskólar, framhaldsskólar,háskólar, listaskólar, námskeið.
    Biblíuleg gildi, umhyggja fyrir börnum og ungufólki, hæfileikaríkir kennarar.

    Þegar Jesús hafði lokið þessari ræðu, undraðist mannfjöldinn mjög kenningu hans, því að hann kenndi þeim eins og sá, er vald hefur, og ekki eins og fræðimenn þeirra

    Komið börn, hlýðið á mig, ég vil kenna yður að óttast Drottin.Sálmur 34.12-

    Hjá Guði er speki og kraftur, hjá honum er ráðsnilld og hyggindi. Job.12:13-

    Sjá einnig: 5.mós. 4:9; Orðskv.. 10:14.

  5. Listir og Menning
    Tónlist, leiklist, dans, myndlist, hönnun og listir
    nýsköpun, hugvit, guðhræðsla, næmleiki í anda

    Móse sagði við Ísraelsmenn: “Drottinn hefur kvatt til Besalel Úríson, Húrssonar, af ættbálki Júda. Hann hefur fyllt hann anda Guðs með visku, skilningi, kunnáttu og hvers konar hagleik til að hugsa upp og smíða úr gulli, silfri og eir, 33til að grafa í steina og greypa þá, skera í tré og til að vinna hvers konar hagleiksverk. (2.mós.35:30).

  6. Fjölskyldan
    Heiðra hjúskaparheitið, virðing og trúfesti, heilagleiki, ala börn upp í guðsótta og góðum siðum, ást og umhyggju.

    Því að ég hata hjónaskilnað segir Drottinn, Ísraels Guð, og þann sem hylur klæði sín glæpum segir Drottinn allsherjar. Gætið yðar því í huga yðar og bregðið aldrei trúnaði.

    Fyrir því skuluð þér leggja þessi orð mín á hjarta yðar og huga, og þér skuluð binda þau til merkis á hönd yðar og hafa þau sem minningarbönd á milli augna yðar.Og þér skuluð kenna þau börnum yðar með því að tala um þau, þegar þú ert heima og þegar þú ert á ferðalagi, þegar þú leggst til hvíldar og þegar þú fer á fætur. 5.mós. 11:19; Efbr. 5:21-33.

  7. Kristin trú og Kirkja
    Trúarvakning, heilagleiki, elska sannleikann, heiður og virðing, traust, kristniboð, hjálparstarf og kærleiksverk.

    En þér eruð “útvalin kynslóð, konunglegt prestafélag, heilög þjóð, eignarlýður, til þess að þér skuluð víðfrægja dáðir hans,” sem kallaði yður frá myrkrinu til síns undursamlega ljóss. 1. Pét. 2:9-