Blessum konur frá Úkraínu.

Heil og sæl, Gegnum árin höfum við Aglowkonur í Garðabæ, valið eitt ákveðið verkefni sem Jóla-Kærleiksverkefni. Einstæðar mæður, öryrkjar, einbúar, fólk sem býr við þröngan kost og án húsnæðis. Konukot, Hjálpræðisherinn, Samhjálp, ABC-barnahjálp. Einstaklingar og fyrirtæki hafa stutt við verkefnin og erum við mjög þakklátar. Í ár höfum við valið að blessa konur frá Úkraínu. Verkefnið er … Continue reading Blessum konur frá Úkraínu.

Aðventukvöld Aglow í Garðabæ.

Innilega velkomin á Jólafund Aglow mánudaginn 5. des. Kl.20.00. Salurinn verður fallega skreyttur, veglegar kræsingar á kökuborðinu, kertaljós og yndisleg stemming. Við syngjum uppáhalds jólalögin, með Grétu, Hildi og Aroni. Gestur okkar er: sr. Elínborg Sturludóttir, prestur í Dómkirkjunni. Kvöldið verður allt í senn hátíðlegt og fallegt. Aðgangseyrir kr. 1000.- Velkominn í Skátaheimilið við Bæjarbraut … Continue reading Aðventukvöld Aglow í Garðabæ.

Jólafundur Aglow í Vestmannaeyjum.

Innilega velkomin á Jólafund Aglow miðvikudaginn 7. des. Kl.19,30 Sr. Guðmundur Örn Jónsson flytjur hugvekju og  Vera Björk les jólasögu. Einsöngur, tvísöngur og svo munum við öll syngja saman jólalög. Í lok fundarins kemur kirkjukór Landakirkju og að endingu syngjum við öll saman Heims um ból. En á jólafundinn eru allir velkomnir, konur og karlmenn.  … Continue reading Jólafundur Aglow í Vestmannaeyjum.