Bæn lykillinn að vakningu

Rauði þráðurinn í Guðs Orði er  að Guð vitjar – Guð kallar. Guð reisir upp, frelsar og leysir úr fjötrum og ánauð. Guð umvefur með miskunn sinni og náð. Guð fyrirgefur misgjörðir og syndir. Meira segja hendir hann öllum syndum okkar og mistökum í gleymskunnar haf.  Við lesum um þjóðir, þjóðarbrot, borgir og einstaklinga sem hafa snúið sér frá Guði,  afneitað honum og hafnað kærleika hans.

Um Íslenska þjóð er hægt að segja; Þú hin vesæla, hrakta, huggunarlausa, yfirgefin, harmþrungin. Þjóð á krossgötum, áttavillt og úrræðalaus. Þjóð sem hefur glatað samfélagi sínu og trúartrausti á Guð, glatað kvöldbænunum, biblíusögum og húslestrum, krikjusókn og guðsótta. Samt sem áður er útrétt hönd föðursins til þessarar þjóðar – Guð þráir að vitja okkar, koma með endurreisn og konunglegt skipulag sitt.

Bænaneyð fyrir fólki.
Charles G. Finney segir, er hann talar um vakningastarfsemi sína. Ég hafði haft fyrir venju að fara snemma á fætur og verja nokkrum tíma til bænar einn í kirkjunni. En síðar hvatti ég fleirri til að koma og biðja. Einn morguninn mætti ég mjög snemma til bæna. Á þeirri bænastund upplifði ég mjög merkilega nærveru heilags anda. Skyndilega ljómaði dýrð Guðs allt í kringum mig á undursamlegan hátt. Ég gat varla staðið í fæturna, nærvera Guðs var mjög áþreifanleg á þessu augnabliki skyldi ég frásögnina í Postulasögunni af Páli postula er hann mætti Jesú á leiðinni til Damaskus og hann féll til jarðar.
Mikill bænarandi einkenndi þennan tíma og neyð fyrir ófrelsuðum. Ungt fólk kom saman til bæna og stundum var beðið heilu næturnar fyrir vakningu fyrir landi og þjóð. Það var mjög algengt að verða þess var að hvar sem kristið fólk kom saman, vildu menn og konur krjúpa á kné og biðja í stað þess að hefja samræður.

Guð vitjar – Guð kallar.

Og lýður minn, sá er við mig er kenndur, auðmýkir sig, og þeir biðja og leita auglitis míns og snúa sér frá sínum vondu vegum, þá vil ég heyra þá frá himnum, fyrirgefa þeim syndir þeirra og græða upp land þeirra.  / 2. kron 7;14-

Bænin er mikilvægur og nauðsynlegur hlekkur , bænin ryður verki andans braut, bænin er undanfari vakningar eins og sjálfur sannleikurinn er. Bæn – grundvölluð á Orði Guðs, er eina vopnið sem við getum notað í dag til að ná til hins ósýnilega óvinar.

Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins. Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum. því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt.
Standið því gyrtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju réttlætisins og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins. umfram allt skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda.
Takið við hjálmi hjálpræðisins og sverði andans, sem er Guðs orð.
Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda. Verið því árvakrir og staðfastir í bæn fyrir öllum heilögum Ef. 6: 10-18

Guð er almáttugur Guð.
Þegar við treystum á skipulag – öðlumst við það sem skipulag getur gert.
Þegar við treystum á menntun og uppfræðslu – fáum við það sem menntun og fræðsla getur gert
Þegar við treystum á mann – fáum við það sem maður getur gert
Þegar við treystum á BÆN til Guðs – hljótum við það sem Guð getur gert

Samantekt Helena Leifsdóttir
Tilvitnun í; Evan Roberts, A.C.Dixon og Charles G. Finney

― Bæn lykillinn að vakningu