Frelsi frá áhyggjum og kvíða

“Verið ekki hugsjúkir um neitt” (Fil. 4:6) Hvað veldur þér áhyggjum? Peningar? Slæm heilsa? Að eldast? Að móðga einhvern? Framtíðin? Við höfum öll áhyggjur, og öll förum við gegnum kvíðatímabil, jafnvel ótta. En það er fátt mannlegt jafn skaðlegt fyrir líf okkar eins og áhyggjur, ótti, og kvíði. Áhyggjur hindra okkur í að lifa því lífi sem Jesús lofaði okkur. Þær fylla okkur af streitu og stressi og hindra okkur í að njóta lífsins. Þær geta meira að segja valdið sjúkdómum.

Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. fil. 4;20-

Förum til baka í árdaga sögunnar. Það er snemma kvölds, og við erum stödd í fallegasta garði sem nokkurn tíman hefur verið til á jörðinni. Rödd, ólík öllum öðrum kallar, “Adam, Eva, hvar eruð þið?” Skammt frá er ungt par, klædd e.k. fíkjublöðum, í felum innan um runnana. Þau eiga erfitt með andardrátt. Sviti lekur niður andlit þeirra og niður á bak og brjóst. Líkamar þeirra engjast af áhyggjum og ótta. Loksins átta þau sig á því óumflýjanlega, það er þýðingarlaust að fela sig fyrir alsjáandi auga Guðs, og ungi maðurinn rís hægt á fætur. Rödd hans heyrist varla og hann starir á jörðina, ófær um að horfast í augu við skapara sinn.

“Ég heyrði til þín í aldingarðinum og varð hræddur, af því ég er nakinn og ég faldi mig.” En [Drottinn] mælti: “Hver hefir sagt þér, að þú værir nakinn? Hefir þú etið af trénu, sem ég bannaði þér að eta af?” Þá svaraði maðurinn: “Konan, sem þú gafst mér til sambúðar, hún gaf mér af trénu og ég át.” Þá sagði Drottinn Guð við konuna: “Hvað hefir þú gjört?” Og konan svaraði: “Höggormurinn tældi mig svo ég át.” (1. Mós. 3:9-13)

Við þekkjum öll þessa sögu. Ótti og skelfing greip Adam og Evu og þau létu stjórnast af því sem og öðrum tilfinningum sem koma með ótta og skelfingu. Þau lugu að Guði og þau kenndi hvort öðru um. Refsing þeirra var að vera rekinn úr garðinum og bæði þau og afkomendur þeirra hafa verið upp frá þessu, aðskilin frá Guði. Þau voru dæmd til lífs sem einkenndist af erfiðisvinnu og sársauka, og áhyggjur og kvíði urðu hluti af lífi þeirra.

Við þurfum ekki að lesa lengi í Biblíunni til að sjá afleiðingarnar sem áhyggjur hafa í lífi fólksins sem fjallað er um þar. Við sjáum Móse flýja frá Egyptunum út í eyði¬mörk¬ina þar sem hann var í útlegð í 40 ár. Við lesum um Pétur sem var svo fullur af ótta að hann laug um það að þekkja Jesú. Í Sálmi 139:23 biður Davíð: “Prófa mig Guð og þekktu hjarta mitt, rannsaka mig og þekktu (kvíðafullar) hugsanir mínar” (Á ensku er versið svona: “Search me, O God, and know my heart; test me and know my anxious thoughts” )

Já, við erum öll eins og Davíð, kvíðafullar hugsanir þjaka okkur öll, þó í mismunandi mæli sé. Vegna þess sem Adam og Eva gerðu í garðinum hafa ótti og kvíði orðið “eðlilegur” hluti af manninum. En hvernig getum við þá brugðist við boðorði Biblíunnar um að hafa ekki áhyggjur að neinu? Þetta felur í sér að lifa yfirnáttúrulegu lífi. Hvernig við getum gert það er umfjöllunarefni þessarar kennslu.

Við skulum byrja á að skoða hvað það er sem veldur áhyggjum. Ég tel að ástæður þess að við höfum áhyggjur séu tvíþættar, við verðum áhyggjufull þegar forgangsröð okkar er ekki í takti við forgangsröð Guðs og þegar við setjum ekki traust okkar á Hann og/eða trúum ekki á fyrirheit Hans.
Þetta hljómar kannski sem barnaleg einföldun, en ef þið fylgið mér aðeins eftir held ég að þið komist að sömu niðurstöðu.

Forgangsröð Guðs

Ef við erum alveg hreinskilin þá verður við að viðurkenna að forgangsröð Guðs er oft mjög ólík þeirri forgangsröð sem við höfum. Svo lengi sem við erum “ósammála” Guði þá erum við í raun dæmd til að hafa áhyggjur. Það sem okkur finnst mikilvægt og sækjumst eftir, segir Guð að sé lítilvægt. Við segjum að Guð sé ekki að mæta þörfum okkar en Guð segir að við séum að rugla saman löngunum okkar og þörfum. Hvaða lausn býður Biblían?

Jesús sagði verið ekki áhyggjufullir …

“Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka, né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast…Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim? Og hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn? … Þér trúlitlir! … [verið] …ekki áhyggjufullir… yðar himneski faðir veit að þér þarfnist alls þessa (fæði og klæði). En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta (fæði, klæði o.fl.) veitast yður að auki.”
Matteus 6:25-27, 30-33

1. Hver eru skilaboð Jesú til hlustenda sinna ?
2. Af hverju eru áhyggjur tilgangslausar ?
3. Hvaða fullvissu gefur Jesú hlustendum sínum ?
4. Hvað ætti að vera efst í forgangsröð okkar ?

― Frelsi frá áhyggjum og kvíða