Hjálpræði – gjöf Guðs

Heldur þú að Guð beri ekki umhyggju fyrir þér sem konu? Heldurðu að honum sé sama um áhyggjur þínar, vonir þína og drauma? Að honum sé í rauninni sama hvað verður um þig? Fyrir löngu síðan, bjó kona í öðru landi, sem var kannski svolítið lík þér. Saga hennar er sögð í Biblíunni, og hljómar svona.

Ritningin: Jóhannesarguðspjall 4:4 – 19, 28 – 30, 39 – 42.

Hann [Jesús] varð að fara um Samaríu. Nú kemur hann til borgar í Samaríu, er Síkar heitir … Þar var Jakobsbrunnur. Jesús var vegmóður og settist hann þarna við brunninn. Þetta var um hádegisbil. Samversk kona kemur að sækja vatn. Jesús segir við hana: “Gef mér að drekka.” … Þá segir samverska konan við hann: “Hverju sætir, að þú, sem ert Gyðingur, biður mig um að drekka, samverska konu?” (En Gyðingar hafa ekki samneyti við Samverja.)

Jesús svaraði henni: “Ef þú þekktir gjöf Guðs og vissir, hver sá er, sem segir við þig: ,Gef mér að drekka,’ þá mundir þú biðja hann, og hann gæfi þér lifandi vatn … Hvern sem drekkur af þessu vatni mun aftur þyrsta, en hvern sem drekkur af vatninu, er ég gef honum, mun aldrei þyrsta að eilífu. Því vatnið sem ég gef honum, verður í honum að lind, sem streymir fram til eilífs lífs.

Þá segir konan við hann: “Herra, gef mér þetta vatn, svo mig þyrsti ekki og ég þurfi ekki að fara hingað og ausa.” Hann segir við hana: “Farðu, kallaðu á manninn þinn, og komdu hingað.” Konan svaraði: “Ég á engan mann.” Jesús segir við hana: “Rétt er það, að þú eigir engan mann, því þú hefur átt fimm menn, og sá sem þú átt nú, er ekki þinn maður. Þetta sagðir þú satt.” Konan segir við hann: “Herra, nú sé ég, að þú ert spámaður … Nú skildi konan eftir skjólu sína, fór inn í borgina og sagði við menn: “Komið og sjáið mann, er sagði mér allt er ég hef gjört. Skyldi hann vera kristur?” Þeir fóru úr borginni og komu til hans …
Margir Samverjar úr þessari borg trúðu á hann vegna orða konunar, sem vitnaði um það, að hann hefði sagt henni allt, sem hún hafði gjört. Þegar því samverjarnir komu til hans, báðu þeir hann að staldra við hjá sér. Var hann þar um kyrrt í nokkra daga. Og miklu fleiri tóku trú, þegar þeir heyrðu hann sjálfan. Þeir sögðu við konuna: “Það er ekki lengur sakir orða þinna, að vér trúum, því að vér höfum sjálfir heyrt hann og vitum, að hann er sannarlega frelsari heimsins.

Bakgrunnur sögunnar

Reynum að sjá þetta fyrir okkur. Þetta er um hádegi á heitum degi. Á meðan lærisveinar hans fóru í næsta þorp til að kaupa mat, sest Jesús niður við brunn. Kona kemur til að ná í vatn í brunninn á þessum heitasta tíma dagsins. Hún kemur á þessum tíma því hún er ekki velkomin að brunninum á sama tíma og heiðvirðar konur eru þar.

Jesús biður konuna um  vatn.  Konan er hissa á því að Jesús skuli tala við hana. Heiðvirðir Gyðingar töluðu yfirleitt ekki við samverskar konur eða konur sem voru ekki skildar þeim.  Jesús svaraði spurningu konunar: “Ef þú þekktir gjöf Guðs og vissir, hver sá er, sem segir við þig: ,Gef mér að drekka,’ þá mundir þú biðja hann, og hann gæfi þér lifandi vatn … Hvern sem drekkur af þessu vatni mun aftur þyrsta, en hvern sem drekkur af vatninu, er ég gef honum, mun aldrei þyrsta að eilífu. Því vatnið sem ég gef honum, verður í honum að lind, sem streymir fram til eilífs lífs.

Gjöf Guðs

Kannski ert þú eins og þessi kona. Þú hefur heyrt um Guð, en þú veist ekki hvaða gjöf þetta er sem Guð gefur. Veistu hver Jesús er? Og hvers konar vatn er þetta lifandi vatn sem Jesús talar um? Til að finna svörin við þessum spurningum þurfum við að skoða nokkur vers í Biblíunni.

Ritningin: Rómverjabréfið 6:23
“Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum.”

Ritningin: Jóhannesarguðjall 1:47 – 49 og Matteusarguðspjall 16:13 – 16
“Jesús sá Natanael koma til sín og sagði við hann: “Hér er sannur Ísraelsíti, sem engin svik eru í.” Natanael spyr: “Hvaðan þekkir þú mig?” Jesús svarar: “Ég sá þig undir fíkjutrénu, áður en Filippus kallaði á þig.” Þá segir Natanael: “Rabbí, þú ert sonur Guðs, þú ert konungur Ísraels.””
Þegar Jesús kom í byggðir Sesareu Filippí, spurði hann lærisveina sína: Hvern segja menn Mannssonin vera?” Þeir svöruðu: “Sumir Jóhannes skírara, aðrir Elía og enn aðrir Jeremía eða einn af spámönnunum.” En hvern segið þið mig vera?” Símon Pétur svarar: “Þú ert Kristur, sonur hins Lifanda Guðs.””

Hið lifandi vatn 

Skoðum núna þetta lifandi vatn sem Jesús talaði um.
Ritningin: Jóhannesarguðspjall 7:37 – 39
“Síðasta daginn, hátíðardaginn mikla, stóð Jesús þar og kallaði: Ef nokkurn þyrstir, þá komi hann til mín og drekki. Sá sem trúir á mig, – frá hjarta hans munu renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segir. Þarna átti hann við andann, er þeir skyldu hljóta, sem á hann trúa. Því enn var andinn ekki gefinn, þar eð Jesús var ekki enn dýrlegur orðin.”

Hið lifandi vatn er JESÚS.  Við tökum á móti Heilögum anda með því að koma til Jesú.

Ef við skoðum aftur söguna um Jesú og Samversku konuna, þá sjáum við að Jesús segir henni að Hans vatn sé öðruvísi. Ef einhver drekkur af vatni Hans, mun hann aldrei þyrsta aftur. Þarna hefur konan áttað sig á því að Jesús er engin venjulegur maður, og Jesús játar fyrir henni að hann sé Messías .

Hvað gerist þegar einhver kemst til trúar á Jesú? Svarið við því er einnig að finna í öðrum ritningastöðum.

Að fæðast af Heilögum anda 

Þegar við fæðumst í þennann heim, fæðumst við líkamlega. Þegar við endurfæðumst, fæðumst við af Heilögum anda, þ.e.a.s. andi okkar sem var dáinn öðlast nýtt líf. Eins og þú manst sagði Jesús við Samversku konuna að Guð væri að leita að fólki sem myndi tilbiðja hann í anda og sannleika. Við tilbiðjum Guð í sannleika með tilfinningum okkar og hugsunum. Jesús sagði Nikódemusi hold fæddi af sér hold, en að Andinn (Heilagur andi) fæddi af sér andann. Þar sem Guð er andi en ekki líkamleg vera eins og við, verðum við að fæðast af andanum til að geta tilbeðið Guð í Anda.

Ritningin: Rómverjabréfið 10:9
Í einu af bréfum sínum talar Páll postuli um það að frelsast á þennann hátt:
“Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn – og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpin verða.”

Allir hafa syndgað

Kannski heldurðu að þú þurfir ekki að frelsast – þar sem þú hafir nú aldrei gert neitt verulega slæmt af þér. Kannski ertu þeirrar skoðunar að þeir sem þurfi að frelsast sé fólk sem er verulega slæmt.
Athugum hvað Biblían segir um þetta.
Ritningin: Rómverjabréfið 3:23
“Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.”

Hins vegar er mögulegt að þú gerir þér góða grein fyrir syndum þínum, vitir að þú hafir gert margt rangt, og sért sannfærð(ur) um að Guð gæti aldrei elskað eða fyrirgefið einhverjum sem er jafn vondur og þú.

Ritningin: Jóhannesarguðspjall 3:16 -17, 2. Pétursbréf 3:9
“Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetin, til að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur til að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.”
“[Drottinn] er . langlyndur við yður, þar eð hann vill ekki að neinn glatist, heldur að allir komist til iðrunar.”

Skipti Guðs

Í augum Guðs, hvort sem við sjáum okkur sjálf sem “góð” eða “slæm”, erum við öll syndarar – þangað til við komum til Jesú. Þar sem Guð getur ekki lifað með synd og vegna þess að syndinni verður að refsa, sendi hann sinn eigin son, Jesú Krist, til að taka á sig refsinguna sem við áttum að fá. Þetta eru yndislegustu skipti sem hafa nokkurn tímann verið gerð, Jesús gaf líf sitt sem refsingu fyrir syndir okkar allra. Þegar við trúum þessu í einlægni hjartans og gefum Jesú okkar synduga líf, fyrirgefur Guð okkur og gefur okkur sinn Heilaga anda til að búa í okkur og kenna okkur vegu sína.

Getur þú trúað því að Guð elski þig hver sem þú ert og hvað sem þú hefur gert? Að hann vilji frelsa þig, verða hluti af lífi þínu, og gefa þér sinn dýrðlega Heilaga anda til að búa í þér?

Ef þú svara þessu játandi, en hefur aldrei beðið Jesú að verða frelsari þinn og herra, viltu þá ekki gera það núna? Ekki hlusta á tilfinningarnar eða efasemdirnar í huga þínum – þetta er ákvörðun sem þú tekur með vilja þínum.

Ef þú vilt – taktu þá þetta einfalda trúarskref, Heilagur andi mun sjá um restina.

Biddu þessarar bænar 

Elsku Drottinn Guð,

Ég bið þig að fyrirgefa mér allar syndir mínar. Ég trúi því að þú sér Sonur Guðs, og að þegar þú dóst á krossinum, þá dóstu fyrir allar mínar syndir.
Ég trúi því líka að Guð hafi reist þig frá dauðum, og að þú sért á Himnum með honum í dag.
Þakka þér fyrir að frelsa mig.
Amen.

Ef þú hefur farið með þessa bæn, og trúir í hjarta þínu, þá ertu endurfædd(ur) og Heilagur andi Guðs býr í þér. Manstu hvernig Samverska konan sagði öllum frá Jesú, það skalt þú líka gera. Ef þú hefur ekki verið skírð(ur) geturðu fengið skírn í kirkju í nágrenni við þig. Farðu að stunda kirkju og eyddu tíma með kristnum systrum og bræðrum. Hættu að gera þá hluti í lífi þínu sem þú veist að eru ekki þóknanlegir Guði og leifðu Heilögum anda að leiða þig og þiggðu ráð hjá forstöðumanni/presti þinnar kirkju.

Aglow.org
Copyright © Aglow International 2005
Aglow í Garðabæ
Ísl. þýðing: Ásthildur Lóa Þórsdóttir

― Hjálpræði – gjöf Guðs