Hallgerd Simonsen frá Færeyjum upplifði undur og tákn í Myanmar.

Hallgerd Simonsen – Er leiðtogi fyrir Ung Aglow hópinn ( New Generations) auk þess situr hún í Landstjórn Aglow í Færeyjum. Skellti sér með Aglow trúboðsteyminu (Transformation) til Myanmar, hét áður Búrma. Ferðin var mjög vel heppnuð í alla staði og starfaði Guð á undursamlegan hátt. Hópurinn heimsótti kirkjur og heimili þar sem sungið var og vitnað um kærleika Jesú og beðið fyrir fólki. Guðs andi snerti við fólki og var stórkostlegt að sjá blinda fá sjón sína aftur, þeir sem höfðu enga heyrn fengu heyrn og málleysingjar fengu málið á ný. Fætur lengdust þannig að stoðkerfið og líkamsbygging varð aftur heil, Guð var svo sannarlega að verki, honum er ekkert um megn.

Eitt kvöldið þegar Hallgerd var stödd í afgreiðslu hótelsins að reyna að ná sambandi heim gegnum Internetið brá henni heldur betur í brún. Henni er litið niður á gólfið og sér þá risa stóra svartleita pöddu skríða undan stólnum. Hún kallar strax á afgreiðslukonuna sem kom hlaupandi og fjarlægði kvikindið. Óboðni gesturinn reyndist vera sporðdreki sem er auðvitað baneytruð padda. Hallgerd lét sér hvergi bregða enda var hún fullviss um það að orð Jesú í Lúkasi 10:19 eiga við í dag eins og fyrir 2000 árum síðan.

Jesús sagði: Ég hef gefið yður vald að stíga á höggorma og sporðdreka og yfir öllu óvinarins veldi. Alls ekkert mun yður mein gjöra. Lúk. 10:19-

― Hallgerd Simonsen frá Færeyjum upplifði undur og tákn í Myanmar.