Taktu á móti nýju lífi í dag!
Guð skapaði þig. Hann elskar þig og hann hefur ákveðin tilgang með líf þitt.
Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. ( Jóh. 3:16-)
Gegnum Jesú lagði Guð leið til að endurreisa samfélagið milli sín og mannsins. Jesús sagði; “Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.”
Þegar ÞÚ tekur á móti Jesú Kristi sem frelsara og Drottni þá öðlast þú eilíft líf.
Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis. ( Róm 10:9-)
Jesús þrengir sér ekki með valdi inn í líf fólks. Hann bíður þar til þú opnar dyr hjarta þíns af fúsum vilja og býður honum inn til að verða frelsari þinn. Af hverju ekki að gera það núna? Annað hvort skalt þú biðja með eigin orðum eð nota þess bæn:
Kæri Drottinn, fyrirgefðu mér sérhverja synd í lífi mínu. Ég trúi að þú hafir dáið fyrir mig og ég þakka þér fyrir að þú hefur fyrirgefið mér syndir mínar. Ég býð þér á þessari stundu að koma inn í líf mitt og vera frelsari minn og Drottinn. Ég gef þér líf mitt. Hjálpaðu mér að vera guðsbarn, að fylgja þér og hlýða, ganga á guðsvegum. Gerðu úr mér þann mann, sem þú vilt að ég verði. Ég þakka þér fyrir að þú heyrir bæn mína. Í Jesú nafni, amen.
Ef þú hefur í einlægni beðið Jesú Krist að taka við stjórninni í lífi þínu, þá hefur hann gert það. Orð Guðs fullvissar okkur um það, að hann frelsar alltaf þá sem biðja hann þess. Friður Guðs og kærleiki fylli hjarta þitt í dag.
Tíminn er kominn!
Það er orðið tímabært fyrir okkur að skuldbinda okkur til að taka til eignar það sem við eigum í Guði.
“Með guðlegum mætti sínum hefur Jesús Kristur gefið okkur allt sem þarf til lífs í guðrækilegri breytni, með þekkingunni á honum sem hefur kallað okkur með dýrð sinni og dáð.” 2.Pét.1,3
Kvöld eitt í sumar bauð ég barnabarni mínu, Madison. að gista hjá mér. Tony var ekki heima, þannig að þetta var stelpukvöld; við borðuðum pizzu, sungum söngva af “ipodinum” hlógum að fyndnum atvikum sem við horfðum á í sjónvarpinu og nutum þess mjög að vera saman. Við áttum saman skemmtilegar samræður og þá minntist ég á nokkuð við hana sem ég hefi tekið eftir á hennar 14 ára löngu æfi. ” Þú ert svo sjálfsörugg og hamingjusöm. Þú virðist aldrei vera óörugg þegar þú hittir nýtt fólk eða þegar þú stendur frammi fyrir nýjum kringumstæðum.”
Ég hélt áfram og sagði henni frá hversu feimin ég var þegar ég var á hennar aldri og alls ekki eins og hún. Undrunin í augum hennar var jafn lýsandi og svar hennar: ” Ó, ég vildi að ég væri af þinni kynslóð; ég hefði getað hjálpað þér!” Þó hún væri svona ung, trúði hún því einlæglega að hún hefði getað hjálpað mér með það sem ég var að takast á við á hennar aldri.
Við höfum öll þurft að takast á við hluti í lífinu sem ef til vill héldu aftur af vexti okkar. Við erum öll afsprengi brotins veraldlegs kerfis, sem hefur haft áhrif á líf okkar, trú og skilning okkar á okkur sjálfum… þetta hefur oft orðið að hugarfari sem ómeðvitað hefur áhrif á viðbrögð okkar í lífinu.
Krossinn breytti öllu
Guð tók á synd okkar og þeim áhrifum sem hún hafði á líf okkar og nú einbeitir hann sér að réttlæti, ekki synd. 2.Kor.5,21 segir “Guð dæmdi Krist, sem þekkti ekki synd, sekan í okkar stað til þess að hann gerði okkur réttlát í guðs augum.”
Við erum endurleystur lýður, fólk sem hefur verið leyst undan því að lifa í skugga særinda og hugarfars fortíðarinnar; við höfum verið leyst til að lifa í frelsi réttlætingarinnar sem Jesús dó til að gefa okkur. Það sem meira er, Guð hefur gefið okkur Hjálpara, í persónu Heilags Anda, sem vinnur að því að gera réttlæti að lífsstíl hjá okkur með því að gefa okkur kraft til að líkjast Kristi.
Í ÖLLU felst tækifæri til að færa okkur upp á næsta stig sem við viljum lifa á og verða eins og Guð sér okkur!
Endurnýjun hugarfarsins.
Neitum að lifa í neikvæðni.
Neitum að láta holdið stjórna okkur. Heilagur Andi er að endurforrita þig
Neitum að láta venjur holdsins stjórna hugsunum okkar og gjörðum.
Gefum frá okkur réttinn til að vera reið, sár og bitur, tilfinningar sem segja: þetta er óréttlátt.
Við erum að læra að lifa öðruvísi, með nýju hugarfari.
Hvers vegna skrifarðu ekki niður yfirlýsingu um sjálfa/n þig á meðan á þessu ferli endurnýjunar hugarfarsins stendur. Þetta er sú/sá sem ég er og svona mun ég koma fram.!
- Við viljum mæta Guði og reyna hann á allan þann hátt sem hægt er.
- Við viljum ganga inn í fyllingu, því við erum orðin leið á takmörkunum.
- Við viljum ganga inn í yfirflæði og hætta að lifa út frá fátæktarhugsunarhætti á öllum sviðum lífsins.
- Við viljum skilja okkur sjálf eins og hann gerir.
- Við viljum að vegferð okkar verði sú sem hann ætlaði okkur og verða það fólk sem Jesús skapaði okkur til að vera í honum.
Það er orðið tímabært fyrir okkur að skuldbinda okkur til að taka til eignar það sem við eigum í Guði