Trúaryfirlýsing Aglow

  • Við trúum á einn Guð – Föður, Son og Heilagan anda, þrjár aðgreindar persónur, samt ein í hugsun, tilgangi og eðli.
  • Við trúum því að Drottinn Jesús Kristur, eingetinn sonur Guðs hafi verið getinn af Heilögum anda, fæddur af Maríu mey, krossfestur, dáinn og grafinn og risið upp frá dauðum. Hann steig til himins og situr nú við hægri hönd Guðs föður og er sannur Guð og sannur maður.
  • Við trúum því að Biblían sé orð Guðs, að fullu innblásin og rituð fyrir innblástur Heilags anda og sé mælikvarði trúar okkar og breytni.
  • Við trúum því að allir fæðist sem syndarar, að Heilagur andi sannfæri um synd, að Drottinn Jesús Kristur hafi greitt lausnargjaldið fyrir syndina með því að úthella dýrmætu blóði sínu á krossinum sem lausnargjaldi fyrir syndina, að þeir sem hafna friðþægingarfórn hans fyrir syndina glatist að eilífu og að þeir sem iðrast synda sinna og taka persónulega við Jesú Kristi sem frelsara hljóti syndafyrirgefningu og eilíft líf og að Heilagur andi býr í þeim.
  • Við trúum á skírn í Heilögum anda með tákni tungutals, eins og andi Guðs gefur að mæla, að allar gjafir Heilags anda séu í gildi og að verki í dag og að ávöxtur Heilags anda eigi sífellt að verða meira áberandi í lífi hinna kristnu.
  • Við trúum því að í endurlausnarverki Jesú Krists felist lækning fyrir anda okkar, sálu og líkama.
  • Við trúum því að við eigum að hlíða boði Jesú um að boða öllum heiminum fagnaðarerindið.
  • Við trúum því að söfnuðurinn sé líkami Krists og hvetjum konur til að tilheyra og vera virkir þátttakendur í starfi heimasafnaða sinna.
  • Við trúum og væntum persónulegrar endurkomu Drottins Jesú Krists.