Innilega velkomin á Jólafundinn mánudaginn 4. des. kl.20.
Salurinn verður fallega skreyttur, veglegar kræsingar á kökuborðinu, kertaljós og yndisleg stemming. Við syngjum uppáhalds jólalögin
með Aroni Óskarssyni, Bryndísi Vilhjálms, Hildi Júlíusdóttur og Helenu Leifs.
Gestur okkar er: sr. Matthildur Bjarnadóttir, hún mun færa okkur innihaldsríka hugvekju. Matthildur fer fyrir starfi Arnarins sem er minningar og styrktarsjóður fyrir unga syrgjendur. Kærleiksgjöf okkar rennur til starfsemi Arnarins. Arnarvængir.is
Kvöldið verður allt í senn hátíðlegt og fallegt.Við hlökkum til að hitta þig,
eiga með þér eitt af yndislegustu kvöldum ársins. Aðgangseyrir kr.1000.-
Guð blessi þig og fjölskyldu þína
Aglow í Garðabæ
Skátaheimilið v/ Bæjarbraut 7
