Blessum konur frá Úkraínu.

Heil og sæl,


Gegnum árin höfum við Aglowkonur í Garðabæ, valið eitt ákveðið verkefni sem Jóla-Kærleiksverkefni.

Einstæðar mæður, öryrkjar, einbúar, fólk sem býr við þröngan kost og án húsnæðis. Konukot, Hjálpræðisherinn, Samhjálp, ABC-barnahjálp. Einstaklingar og fyrirtæki hafa stutt við verkefnin og erum við mjög þakklátar.

Í ár höfum við valið að blessa konur frá Úkraínu. Verkefnið er einstakt vegna þess að við höfðum engar tengingar við flóttafólk. Það sem er merkilegt, er að við drógum bibliuvers um „ Elskið útlendinginn“ nokkrum sinnum og báðum Guð að sýna okkur sinn vilja. Á jólafundinum kynntum við verkefnið fyrir ykkur og þið allar hrifust með okkur. Fórnin var kr. 161.000

Hann rekur réttar munaðarleysingjans og ekkjunnar og elskar útlendinginn, svo að hann gefur honum fæði og klæði. Elskið því útlendinginn, því að þér voruð sjálfir útlendingar í Egyptalandi.  5. Mós. 10: 18-19

Blessunargjöfin fyrir 36 konur.

Vegleg gjöf með glæsilegum snyrtivörum og Bónuskort að upphæð kr.7.500 Við ætlum sjálfar að afhenda gjöfina, hitta þær og blessa. Það sem heillar er að ungar konur vilja hjálpa okkur við að keyra út og aðstoða við fl. Verkefni á nýju ári.

Tengingar – Hvernig finnum við þessar 36 konur?
Í dag 12. Des. Höfum við fengið lista með nöfnum kvenna sem búa hér á höfuðborgarsvæðinu og á Bifröst. Tengiliðir okkar eru; Ásdís Margrét Rafnsdóttir, Hún fer fyrir hóp sem kallar sig Hjálparhellurnar, Ásdís er hjúkrunarkona á Reykjalundi, Eva Ösp ( dóttir Hönnu Ólafs) er kennari og býr á Bifröst. Og kona þekkir konu…

Biðjum fyrir konunum, fjölskyldum þeirra og Úkraínu.
Komi FRIÐUR og Sáttargjörð – Stríðið taki enda.

Viltu leggja verkefninu lið fjárhagslega?

Kærleikssjóður Aglow:
0546-14-405000

Kt. 501008-1680

Blessunarkveðja,


Helena Leifs, formaður Aglow í Garðabæ

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s