Efni alþjóðlegrar samkirkjulegrar bænaviku fyrir einingu kristninnar kemur að þessu sinni frá Bandaríkjunum. Það er Kirknaráð Minnesota, Minnesota Council of Churches, sem valdi yfirskriftina: ,,Lærið að gera gott, leitið réttarins” (Jes 1.17). Sjónum er beint að þörfinni fyrir réttlæti og jöfnuð, óháð kynþætti, stöðu.