Kalebbænin er orðin alþjóðlegt fyrirbæri

Janúar mánuður er tileinkaður bæn. Við erum sammála um að það er áríðandi að biðja og leita Guðs allt árið. Við höfum verið að kynna ” Kalebbænina” bæn sem hefur farið sigurför um allan heim. Bænin er stutt og hnitmiðuð. Í bókinni ” Undir opnum himni. Að verða blessandi fólk” er fjallað um bænina og bænastarf í Wales.

Kalebbænin:

Himneski konungur,

líttu í náð til landsins okkar.

Vektu upp kirkju þína.

Sendu Heilagan anda

vegna barna þinna.

Megi ríki þitt koma til þjóðar okkar.

Í máttugu nafni Jesú. Amen

Tengslanet bæna eru að byggjast upp eftir því sem við helgum okkur bæn fyrir þjóðunum. Kalebbænin er orðin alþjóðlegt fyrirbæri. Bænahreyfingar og bænafólk hrópa til Guðs eftir miskunn yfir lönd og þjóðir og um að verkamenn verði kvaddir til og þeir ryðjist fram.

Bókin fjallar um merkilegt bænastarf í Ffald-y-Brenin í Wales og þjónustu hjónanna Roy og Dephne Godwin. Margir hafa styrkst í bænalífi sínu, endurnýjast í trúnni og reynt kraftaverk á eigin sál og líkama. Áherslan er þó á bænalíf og leita nærveru Guðs og mótast af návist hans.  Bókin er 191 bls. Vigfús Ingvar Ingvarsson fyrrum sóknarprestur þýddi bókina. Saltforlag.is gefur bókina út.

Kær kveðja
Aglow í Garðabæ (við höfum nú þegar selt 30 stk. Innan Aglow)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s