Var haldin í 42 sinn á Íslandi dagana 18. – 25 janúar. Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika fyrir einingu kristninnar. Að þessu sinni sameinumst við í bæn fyrir kristnum söfnuðum í Miðaustur-löndum, sem eru undir mikilli ágjöf.
Er komið að leiðarenda – Staða kristninnar í Mið-Austurlöndum. Dr. Magnus Þorkell Bernharðsson hélt mjög áhugaverðan fyrirlestur um stöðu kristninnar í Mið-Austurlöndum 19. Janúar sl. Upptaka af lestrinum er aðgengileg á Fésbókarsíðu Samkirkjuleg bænavika. Endilega skrá sig í hópinn.
Hér á landi er bænavikan undirbúin af Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga á Íslandi og samkirkjulegum hópum á Akureyri og víðar. Í Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga eru Aðventkirkjan, Betanía, Hjálpræðisherinn, Hvítasunnukirkjan, Íslenska Kristskirkjan, Kaþólska kirkjan, Óháði söfnuðurinn, Rússneska rétttrúnaðarkirkjan, Vegurinn og Þjóðkirkjan.