Kveðja frá Aglow í Vestmannaeyjum

Því miður var ekki Aglow fundur í febrúar. Stjórn Aglow í Eyjum taldi best að bíða með að hittast. Vonandi getum við komið saman 2. mars en þá verður kominn Öskudagur.

Fyrir stuttu var Evrópu Aglow ráðstefna og var hægt að fylgjast með henni á rafrænt gegnum Zoom. Yfirskriftin var „Byggjum hús Guðs“ og kom fram að mikilvægt er að byggja lífið á bjargi en ekki sandi. Hver og ein okkar er eins og lifandi steinn og saman myndum við andlegt hús. Einnnig var farið yfir Sálm 23. og var gott að ítreka og fara yfir að Drottinn er okkar hirðir og í Jóh 10.14 segir Jesús: Ég Jesús er góði hirðinn og þekki mína, og mínir þekkja mig. Hann þráir að hressa sál okkar og gefa okkur nýjan kraft. Við þurfum ekki að vera hræddar þó vð göngum í gegnum dimman dal. Undanfarin ár hefur ástandið verið eins og dimmur dalur en við getum risið upp og leyft Guð að blessa okkur í húsi Drottins, en það er í nálægð hans. Gefum okkur tíma í nálægð Drottins þar sem við getum fundið fyrir snertingu til eilífðar. Góði hirðirinn þráir að tala til okkar og snerta. Okkar hlutverk er að dvelja með honum og taka á móti kærleika hans.  Ég hvet ykkur til að lesa og hugleiða 23. Davíðssálm.

Kær kveðja frá Aglow í Vestmannaeyjum

Þóranna Sigurbergsdóttir

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s