Aglow verður með samveru þriðjudagskvöldið 22. febrúar kl 20-21:30 í safnaðarheimili Glerárkirkju. Sigríður Elín Kjaran, foringi í Hjálpræðishernum verður með hugvekju og kynnir starfið. Rannvá Olsen sér um lofgjörð.
Allar konur hjartanlega velkomnar. Við hlökkum til að eiga notalega stund með ykkur