Söfnun fyrir barnshafandi konum í Úkraínu

Söfnun fyrir fæðingapökkum handa barnshafandi konum í Úkraínu.

Aglow á Íslandi hefur ákveðið að leggja söfnunarátaki Ljósmæðrafélagi Íslands lið. Um 80 þúsund konur í Úkraínu eigi von á barni á næstu þremur mánuðum og eins og komið hefur fram í fjölmiðlum þá hafast margar þeirra við í neðanjarðarbyrgjum, á lestarstöðvum og í kjöllurum sjúkrahúsa oft við skelfilegar aðstæður.

Vilt þú hjálpa okkur að hjálpa þeim ?

Ljósmæður á Íslandi hafa leitað leiða til að geta látið gott af sér leiða til úkraínskra kvenna og barna. Um 80 þúsund konur í Úkraínu eigi von á barni á næstu þremur mánuðum og eins og komið hefur fram í fjölmiðlum þá hafast margar þeirra við í neðanjarðarbyrgjum, á lestarstöðvum og í kjöllurum sjúkrahúsa oft við skelfilegar aðstæður. Íslenskar ljósmæður vilja styrkja eitthvað sem er alveg örugglega að fara beint til kvennanna. 

Eftir talsverða yfirlegu fundum við frábært verkefni sem er skipulagt af pólskum ljósmæðrum sem hafa tekið höndum saman og safna fyrir og útbúa neyðar-fæðingapakka sem komið er til kvenna í Úkraínu. Í pökkunum eru m.a. fæðingaáhöld, sterílir hanskar, sótthreinsir, bindi og hlý teppi ásamt því nauðsynlegasta fyrir nýburann. Pökkunum fylgja líka einfaldar leiðbeiningar fyrir þann sem aðstoðar við fæðinguna.

Nú biðlum við til ykkar – margt smátt gerir eitt stórt.

Ljósmæðrafélag Íslands: Banki. 0336-03-401080    Kt. 560470-0299

Aglow á Íslandi – Banki. 526 -26 – 7110  Kt. 711094 -2539

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s