Innilega velkomin á Páskafund Aglow, mánudaginn 4. april kl.20.00.
Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur verður gestur okkar. Sigurbjörn hefur skrifað fjölda bóka og blaðagreina um bænina og trúfesti Guðs. Síðustu ár hefur hann einnig deilt þeirri reynslu að lifa með krabbameini og hefur hann verið mörgum hvatning og styrkur með skrifum sínum.
Kæra vinkona, fundurinn verður innihaldsríkur með lofgjörð og bæn. Ég veit að ræða Sigurbjörns mun blessa okkur. Á kaffiborðinu verða góðar veitingar og salurinn fallega skreyttur til að gleðja þig og vinkonur þinar sem þú ætlar að bjóða á Aglowkvöldið. Við hlökkum til að hittast.
Góður Guð blessi þig og fjölskyldu þina.
Hlý kveðja,
Aglow í Garðabæ
Skátaheimilið v/ Bæjarbraut