Krossganga

Frá Vopnafirði til Reykjavíkur 21. apríl – 1. maí . Á sumardaginn fyrsta ætlar 37 ára gamall Íslendingur, Henrik Knudsen, í svokallaða krossgöngu þvert yfir Ísland. Hann mun ganga með trékross á bakinu alla leiðina frá Vopnafirði til Reykjavíkur. Þetta er fyrst og fremst táknræn framkvæmd, sem felur í sér hlýðni, undirgefni og þjáningu. En umfram allt, þá segir Henrik kallaður í verkefnið af Guði.

Jesús lagði áherslu á að þeir sem fúslega fylgja honum þurfa að afneita sjálfum sér og stjórna þrám sínum, löngunum og ástríðum. Fórna öllu, jafnvel lífinu sjálfu, ef þörf krefði, og gefa sig alfarið undir vilja föðurins.

Henrik leggur af stað frá Vopnafirði, klukkan hálftíu að morgni sumardagsins fyrsta, 21. apríl, 2022. Á sama tíma hefja tugir bænamanna og -kvenna um allt land styttri bænagöngur fram að hádegi þann dag, í sinni borg eða bæjarfélagi. Þar er beðið fyrir landi og þjóð, eins og gert hefur verið á þessum degi í 20 ár.

Henrik áætlar sér 11 daga í sína 600 km göngu og að ganga um 40-60 km á dag. Hann gengur norðurleiðina, gegnum Akureyri og heldur sig við þjóðveginn.

Hægt verður að fylgjast með honum gegnum fésbókarsíðuna „Share the Cross“, þar sem hann mun setja inn myndir og umfjöllun meðan á göngu stendur.

Gangan verður án efa mikill vitnisburður út í samfélagið, þó hún sé í grunninn svar einstaklings við kalli Frelsarans um að afneita sjálfum sér og gefa sig undir vilja föðurins.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s